Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Side 89
í. þ. m. slasaðist háseti á botnvörpungi og dó
af meiðslunum fáum dögum síðar. Hét Sigmundur
Jónsson og var frá Hafnarflrði (f. -2/7 1864). —
Hrakti sumstaöar fé i sjó og vötn. A einum bæ í
Vopnafirði fórust pannig um 90 fjár, og nokkrir
menn þar og víðar mistu þetta 20—40 kindur.
Maí 1. Brann fiskþurkunarhús Th. Thorsteinssons, á
Kirkjusandi við Rvík, ásamt vélaskúr. Fórst annar
þeirra er gætti vélanna, unglingspiltur.
— 7. Hvolfdi smábáti á Þingeyrarhöfn í Dýrjifirði, með
fjórum mönnum á er voru að fara í land úr vélskip-
inu Frigg, til að sækja vatn, og druknuðu tveir
þeirra en hinum varð bjargað af kili. Veður var gott.
Maí 22. Druknaði í Faxaflóa formaður á vélbáti,
Nirði, úr Vestmannaeyjum. Hét Sigurður Her-
mannsson. Var að laga segl á bátnum en varð
fótaskortur og féll því fyrir borð.
— 26. Druknaði í Þingeyrarhöfn Jens A. Guðmunds-
son kaupmaður á Pingeyri (f. 2T/» 1864). Hann var
að vitja um net, einn á báti skamt frá landi, og
datt fyrir borð.
Snemma í þ. m. varð maður undir bíl í Kefla-
vík, Einar Jónsson fyrrum hreppstjóri, gamall
maður. — Um miðjan mánuðinn druknaði ung-
lingspiltur í höfninni í Vestmannaeyjum.
Júní 6. Druknaði skamt undan landi í ytri höfninni í
Rvík þýzkur klæðskeri, Adolf Simon, 33 ára gamall.
Var við þriðja mann á smábáti og hvolfdi undir þeim.
— 10. Druknaði í Brunná í Axarfirði Guðmundur bóndi
á Ærlækjarseli Gunnlaugsson (f. ,3/$ 1886).
— 17. Druknaði ungur maður i hyl í Elliðaánum við
Rvík. Var að baða sig ásamt öðrum manni, en
var ósyndur.
— 19. Jón Sigurðsson bóndi í Hólum í Fljótum féll
í tjörn og druknaði.
— 27. Urðu tvö börn í Rvík fyrir flugvélinni og beið
annað barnið bana, Svava (f. 18/ii 1910) Gísla-
(55)