Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Side 90
dóttir trésmiös Gíslasonar, en hitt barnið, sonur
Gisla, meiddist mikið. Vildi slys þetta til af því
að vélin náði ekki fullum hraða er hún hóf sig
upp frá jörðu.
Júli 17. Pá eða um það leyti druknaði maður í kil út
úr Hvítá i Borgaríirði, Benedikt Gíslason frá
Skriðuklaustri, kaupamaður á Hesti. Hann var
ríðandi og hesturinn fórst einnig.
— 21. Sökk í aftakaveðri kolaferja í Rvík, en mann-
björg varð.
— 26. Bránn í Rvík hús Jónatans kaupmanns for-
steinssonar.
Ágúst 1. Sökk selveiðaskip frá Álasundi, Severen,
skamt norðvestur af Haganesvík. Skipshöfnin bjarg-
aðist eftir tvo sólarhringa.
— 2. Druknaði úti fyrir Örfirisey háseti af danskri
skonnortu er var á útsiglingu frá Rvik.
— 20. Sleit upp á höfninni í Iieflavik danska skon-
nortu, Hebe, og rak á land. Mannbjörg varð. Skipið
var fermt salti.
— 21. Strandað skonnorta, Haabet, frá Assens, á sönd-
um austan við Vík í Mýrdal. Veður var hvast og
brim töluvert. Skipið var á leið til Rvíkur, hlaðið
kolum. Þrír skipverjar druknuðu en fjórir björg-
uðust, þar á meðal skipstjórinn.
í þ. m. druknaði maður frá Dufþekju i Hvol-
hreppi, með þeim hætti, að hann sökk í flóð er
hann var að draga hey upp úr, festist í botnleðj-
unni og kom ekki upp aftur.
Sept. 17. Druknaði í höfn í Skotlandi háseti af ísl.
botnvörpungi, Eyþór Stefánsson Loðmfjörð úr
Rvík (f. '»/12 1893).
— 26. Varð norskt sildflutningaskip, Eikhaug, fyrir
ásiglingu við Hlésey i Skagerak, og sökk sam-
stundis. Prír hásetar fórust. Skipið var fermt sild
frá Akureyri og var á leið til Sviþjóðar.
(56)