Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Page 92
leiðis póstsendingar sunnan úr Rvik. Nokkuð
náðist þó hálfbrunnið úr rústunum. Peningasend-
ingar höföu alls numið um 138 þúsund kr. og
þar af náðust 19 þúsund kr. í íslandsbankaseðlum,
með læsilegum tölum. Peninga þá og ábyrgðar-
sendingar aðrar sem fórust í brunanum varð
ríkissjóður að borga.
Nóv. 14. Strandaði dönsk skonnorta, Zenita, frá Frede-
ricia, úti fyrir Bygggarði á Seltjarnarnesi. Var á leið
til Rvíkur með saltfarm frá Portúgal. Björgunar-
skipið Geir náði Zenítu út og kom henni inn á
Rvikurhöfn.
— 15. Rak upp í stórviðri, suður hjá Sandgerði, vél-
bát, Úlf, frá Rvík. Var að flytja salt þangað. Hann
náðist út fáum dögum síðar nokkuð skemdur.
— 22. Varð maður undir bíl í Rvík, og slasaðist
mjög mikið.
í þ. m. druknaði háseti af vélskipinu Svölu á
leið til Spánar. Var frá ísafirði, ungur maður.
Des. 6. Strandaði á Bakkafjöru í Austur-Landeyjum
dönsk skonnorta, Dragör, sem var á leið frá
Khöfn til ísafjarðar til að taka þar fisk. Mann-
skaði varð enginn.
— 11. Strandaði skamt austan við Kúðafljót þýzkt
vélskip stórt, Martha, sem var á leið til Vest-
mannaeyja með salt. Menn björguðust allir.
— 17. Hrapaði til dauða með hesti sinum pósturinn
milli ísafjarðar og Hesteyrar, Sumarliði Brands-
son að nafni. Pað var í Núpnum hjá Grunnavík.
Leitaði líksins hópur manna af Snæfjallaströnd-
inni og tók snjóflóð 4 þeirra og setti á sjó út og
druknuðu 3, en einn gat bjargað sér, var syndur.
í þ. m. hvarf maður frá Seyðisfirði vestra, og
haldið að orðið hafi úti. — Hvolfdi báti með
tveimur mönnum frá Tjaldtanga þar í firðinum
og druknuðu báðir.
Benedikt Gabríel Benediklsson.
(58)