Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Page 93
Stirapilgjald.
(Útdráttur úr lögum 1921.)
13. gr. Allir opinberir starfmenn eru skyldir lil að
stimpla, án endurgjalds fyrir stimplunina, þau skjöl,
sem þeir gefa út eða á einhvern hátt afgreiða. Auk
þess eru lögreglustjórar og hreppstjórar skyldir til að
stimpla skjöl fyrir almenning, gegn 25 au. þóknun
fyrir hvert skjal. Bankar og sparisjóðir eru skyldir til
að stimpla, án sérstsks gjalds skjöl þau er um þeirra
hendur fara. Nánari reglur í þessu efni getur stjórn-
arráðið sett. Einstökum mönnum er óheimilt að
stimpla skjöl sín. Þó getur stjórnarráðið veitt félög-
um, stofnunum og einstökum mönnum, er þar til
teljast sérstaklega hæflr, rétt til þess, gegn tryggingu,
er það setur um reikningsskil og bókfærslu. Enn
fremur getur stjórnarráðið ákveðið, ef nauðsynlegt
þykir, að einstakar tegundir skjala megi hver ein-
stakur stimpla.
Í7. gr. Með l°/o af verðhæðinni skal stimpla afsals-
bréf fyrir fasteignum og skipum yfir 5 smál. brúttó,
þar með talin afsöl við fógetagerðir, skifti og upp-
boð, svo og öll önnur skjöl um afhendingu fasteigna
og skipa, svo sem kaupsamninga, makaskiftabréf og
próventusamninga. Enn fremur erfðafestubréf, ef þau
veita rétt til að selja eða veðsetja. — Þegar fasteign
er afsöluð hlutafélagi, greiðist gjald þetta tvöfalt. —
Þegar fasteign eða skip er lagt út til eignar ófull-
nægðum veðhafa, greiðist hálft gjald. — Ef giftingar-
vottorð er þinglesið sem heimild fyrir skipi eða fast-
eign, skal ekkert stimpilgjald greiða, nema ef endur-
gjald er áskilið til meðerfingja eða annara, því að
þá skal reikna stimpilgjald eftir endurgjaldinu. — Út-
drættir úr skiitabókum eða öðrum embættisbókum
eða vottorð embættismanna, félaga, stofnana eða ein-
(59)