Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Síða 94
stakra tnanna, er sýna eigandaskifti að fasteign eða
skipi, eða eru notuð sem afsöl, stimplast sem afsöL
18. gr. Stimpilgjaldið fyrir öll heimildarbréf fyrir
skipum og fasteignum telst eftir því kaupverði, sem
sett er á eignina í bréfinu, pó aldrei minna en eignin
er metin til skatts, sé um fasteign að ræða, og teljast
veðskuldir, ítök eða kvaðir, sem kaupandi undir-
gengst, til kaupverðsins.
19. gr. Pegar kaupsamningur er stimplaður, er af-
salsbréf til sama kaupanda stimpilfrjálst.
SO. gr. Ef heimildarbréf er framselt, ber að stimpla
framsalið sem afsal.
21. gr. Þeim opinberum starfsmönnum, sem þing-
lestur og skrásetningu hafa á hendi, er skylt að at-
huga, um leið og afsalsbréf fyrir fasteignum er af-
hent til pinglestrar, eða afsöl fyrir skipum sýnd
vegna skrásetningar, hvort þau eru stimpluð, og ef
svo er eigi, þá heimta stimpilgjaldið þá þegar. Hið
sama er um önnur stimpilskyld skjöl, er snerta fast-
eignir og skip, ef þau eru afhent vegna þinglestrar
eða skrásetningar.
22. gr. Heimildarbréf fyrir fasteignum og skipuro
verða slimpilskyld við þinglestur eða skrásetningu,
þótt þau séu gefin út áður en lög þessi öðlast gildi, ef
þau eru eigi áður stimpluð.
23. gr. Heimildarskjöl um veiðiréttindi, skjöl, sero
leggja ítök, iskyldur og kvaðir á annara eign, stimpl-
ast með l°/o, ef endurgjald er greitt eða áskilið, og
fer stimpilgjaldið eftir endurgjaldinu. Framsöl þess-
ara réttinda eru stimpilskyld eftir sömu reglum.
Hí. gr. Hlutabréf sem eru gefin út af félögum með
takmarkaðri ábyrgð, stimplast með l°/o, efþau hljóða
á handhafa, en með ®/3°/o, ef þau hljóða á nafn. Fram-
söl á handhafabréfum eru stimpilfrjáls, en framsöl
hlutabréfa, sem hljóða á nafn, stimplast með l°/oo af
upphæð bréfsins, og má eigi framselja þau til hand-
hafa nema þau séu stimpluð sem handhafabréf. — E£
(60)