Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Qupperneq 95
hlutabréf, sem hljóða á nafn, eru í byrjun stimpluð*
sem handhafabréf, eru framsöl þeirra stimpilfrjáls. —
Framsöl hlutabréfa, sem gefin hafa verið út áður en
lög þessi öðlast gildi, stimplast með 3°/oo, ef þan
hljóða á handhafa eða eru framseld til handhafa^
en ella með l°/oo. Ef slik hlutabréf eru í eitt skifti
stimpluð með 5°/oo, eru þau eftir það stimpilfrjáls,
þótt framseld séu.
25. gr. Ef hlutabréf hljóðar eigi um ákveðna fjár-
hæð, heldur um hluta af stofnfénu, skal í bréfinu
getið þeirrar fjárhæðar, sem telja verður að hluta-
bréfið sé vert, og ákveða stimpilgjaldið eftir þvi.
26. gr. Hlutabréf í félögum með breytilegri félaga-
tölu, eða breytilegum höfuðstól, stimplast eins og:
segir í 24. gr., þótt félagsmenn séu persóulega ábyrgir.
Hið sama er um hlutabréf persónulega óábyrgra
manna í félagi, þar sem sumir eru persóulega ábyrgir.
27. gr. Félagssamningar stimplast með 'h°/» af því
fé, sem í félagið er lagt, ef persónuleg ábyrgð er fyrir
fénu, ella er samningurinn stimpilfrjáls, með þeirri
undantekningu, sem i 26. gr. segir.
28. gr. Ef fasteign eða skip er afsalað félagi, skal
jafnan greiða gjald það er ræðir um í 17. gr., hvort
sem persónuleg ábyrgð er fyrir skuldum félagsins
eða eigi, og hvort sem afsalið er sérstakt eða í félags-
samningi eða öðrum samningi.
29. gr. Nú hljóðar félagssamningur eigi um nein
fjárframlög, og skal þá stimpla hann með 10 kr. —
Nú leggur félagi fram persónulega vinnu, en annar
peninga, og skal þá vinnan metin jöfn framlaginu,
og því lægsta, ef framlög eru fleiri og ójöfn. — Nú
leggur félagi fram bæði peninga og vinnu og annar
að eins vinnu, og skal þá stimpla samninginn með
10 kr., auk gjalds af fjárframlaginu, eftir fyrirkomu-
lagi félagsskaparins.
■‘>0. gr. Framsöl einstakra meðlima á réttindum sin—
(61)