Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Síða 97
hæöinni. — Brunaábyrgarskírteini stimplast með 25,
au. af þúsundi eöa broti úr þúsundi. — Sjóvátrygg-
ingarskirteini stimplast með 10 au. af þúsundi eða
broti úr þúsundi. — Gjald það er ræðir um í þessari
grein, greiðist hvort sem tryggingin fer eftir samningi
um ákveðinn eða óákveðinn tíma, án þess að sér-
stakt skírteini sé gefið út vegna hverrar áhættu fyrir
sig. Hið sama er, ef tryggingarsamningur er gerður
með bréfaskiftum, innritun í viðskiftabækur eða á
annan hátt. — Skírteini þau er um getur í þessari
grein, stimplast um leið og þau eru geíin út eða af-
hent hinum trygða eða umboðsmanni hans. — Stjórn-
arráðið getur sett nánari reglur um framkvæmd.;
þessarar greinar. Pað hefir og heimild til að gera
samninga við vátryggingarfélög um greiðslu stimpiK
gjalds á ákveðnum tímum, t. d. við áramót, gegn
eftirliti eða tryggingum í bókfærslu, er stjórnarráðið
telur næga. — Stjórnarráðið hefir enn fremur heim-
ild til að undanþiggja stimpilgjaldi einstakar tegundir
trygginga, ef sérstök ástæða þykir tif.
39. gr. Leigusamningar um skip, hús, jarðir og
lóðir stimplast með 25 au. af hverju hundraði eða
broti úr hundraði, sem leigan nemur. — Ef leigu-
samningurinn gildir um óákveðinn tíma, telstgjaldið
af ársleigunni tífaldaðri. Ef hann skal gilda æfitíð
leigjanda, telst gjaldið einnig af ársleigunni tífaldri,
og eins er þótt samningurinn skuli einnig gilda meðan
ekkja. hans lifir. — Samningur um leigu á skipi til
ákveðinnar ferðar eða ferða telst gilda ákveðinn tíma.
— Erfðafestubréf, sem eigi veita heimild til að selja
og veðsetja, stimplast samkv. þessari gr.
40. gr. Kaupmálar, sem gerðir eru á undan stofn-
un hjúskapar, stimplast með 5 kr., en kaupinálar,
sem gerðir eru síðar, með 'l^/o af þeirri fjárhæð,
sem það nemur, er eftir þeim skal vera séreign
annars hjónanna.
il. gr. Eftirnefnd skjöl skal stimpla með föstu
(63)