Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Qupperneq 105
— 16. gr. Eignarskatt greiða allir hinir sömu, sem
skattskyldir eru til tekjuskatts, ef þeir eiga eign eða
eignarréttindi, sem skatt ber að greiða af samkvæmt
lögum þessum. Innlend hlutafélög og önnur félög
hafa leyfl til að draga hlutafé sitt eða stofnfé frá
eignaupphæðinni, áður en skattur er á lagður. Menn,
sem eigi eru heimilisfastir hér á landi, og útlend
félög, greiða að eins eignarskatt af eignum sínum hér
á landi, og reiknast skatturinn samkvæmt reglunum
í 15. gr., þó aldrei lægri en 2°/oo af hinum skattskyldu
eignum. — 18. grr. Skattskyldar eignir teljast, með
þeim undantekningum, sem gerðar eru í 15. og 16.
gr., 'allar fasteignir og alt lausafé skattgreiðanda, að
frádregnum skuldum, svo sem jarðir, húseignir, skip,
skepnur, verkfæri, vélar, vörubirgðir, peningar og
verðbréf, útistandandi skuldir og aðrar fjárkröfur og
verðmæt eignarréttindi, enn fremur húsgögn og aðrir
innanstokksmunir, skartgripir. Pegar skattur greiðist
samkvæmt síðari málsgr. 16. gr., má þó að eins draga
frá þær skuldir, sem hvíla á þeim eignum, sem skattur
er greiddur af. Eignirnar eru jafnt skattskyldar, hvort
sem þær gefa af sér nokkrar tekjur eða engar. —
19. gr. Með skattskyldum eignum er eigi talið: —
a. Skilyrðisbundin fjárréttindi, svo sem réttur til
lífsábyrgðarfjár, sem ekki er enn fallið til útborgunar.
— b. Réttur til eftirlauna, lífeyris eða annarar áfram-
haldandi greiðslu, sem bundin er við einstaka menn,
svo og leigulaus bústaður og önnur afnotaréttindi.
— 20. gr. Við mat á eignum til eignarskatts skal farið
eftir þessum reglum: — a. Virðing á fasleign skal
fara eftir gildandi fasteignamati. — b. Verðlag á skip-
um og öðru lausafé skal miða við áætlað söluverð.
Við ákvörðun þess skal meðal annars hafa hliðsjón
af því, hve hátt eignirnar eru vátrygðar. — c. Hluta-
bréf, skuldabréf og önnur slík verðbrét skal meta
eftir nafnverði, nema þau hafi annað gangverð eða
áætlað söluverð. — d. Útistandandi skuldir skulu
(71)