Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Page 134
nada. 257 þeirra vóru í Prince Edward ey, 55 í
Quebec-fylki, 52 í Nova Scotia, 20 i New Brunswick,
10 í Ontario, 13 í sléttufylkjunum, 8 í British Colum-
bía og 15 i Yukou.
Bezt heflr gefltz aö ala refl í girðingum, allra loð-
dýra, sem sjá má meðal annars á þvi, að þeir voru
aldir á öllum ofangreindum stöðvum, nema einum
flmm.
Af nýjustu skýrslum má sjá, að árið 1919 hafa verið
á eldisstöðvunum í Kanada 7000 »silfurrefir«, svo-
nefndir, 300 mórauðir og 850 mislitir. Árlega hafa
þessar tófur átt um 5700 yrðlinga, en dreþnir hafa
verið árlega um 2400 refir, og er fjölgunin sæmileg.
Verð á lifandi silfurrefum er mismunandi í fylkj-
unum og sama er að segja um skinnverðið. En með-
alverð hvers refs rná telja um 1800 krónur, en belg-
urinn kostar um 1100 krónur.
Verðið er hæst í Quebec, og þar eru dæmi til, að
ein tófa hafl verið seld fyrir 2500 krónur og meðal-
verð á silfurrefa-belgjum er þar nálægt 1500 krónum.
í Prince Edward ey, þar sem mest er um refa-
ræktina, er meðalverð silfur-tófunnar hér um bil
1500 krónur, en belgurinn kostar um 900 krónur.
Silfur-refir voru fátíðir fyrr á árum og gengu þá
belgirnir kaupum og sölum fyrir nálægt 4000 krónur.
En nú verða veiðimennirnir að sætta sig við lægra
verð en aðrir, því að belgir þeirra refa sem aldir
eru í girðingum, reynast betri en aí villirelum.
Strítlur.
Kennarinn: »Getur nokkur ykkar nefnt vökva, sem
ekki frýs?
Eftir nokkra umhugsum réttir einn lærisveinanna
höndina upp.
(90)