Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 13
FREYR
195
garð héraðsskólanna mega velunnarar
þeirra aldrei gleyma. Enda varð þessi nýi
grundvöllur upphaf nýrra átaka í stækk-
un héráðsskólanna. Héraðsskólarnir eru
nú sjö og tveir í smíðum. Um 600 ungmenni
sækja þessa skóla árlega og munu %
þeirra vera nýnemar. Að sjálfsögðu eru
skoðanir manna á þessum skólum eitthvað
mismunandi nú eftir um 20 ára reynslu.
Nemendur þeirra munu yfirleitt bera
skólunum vel söguna og foreldrar þeirra
líka.
Ýmsir menn telja þá leggja um of vinnu
í annað en bóknámið, en það sé aðalat-
riði alls náms.
Aðrir finna það að skólunum, að þeir
séu fyrir bæði stúlkur og pilta, slíkt fyr-
irkomulag muni hafa alls konar ókosti,
meðal annars vera siðspillandi og bind-
indið, sem haldið sé í skólunum, geri
nautnavörur aðeins eftirsóttari síðar.
Þetta mun vera það helzta, sem fólkið
óttast eða finnur að sveitaskólunum.
Áður en ég læt reynsluna tala, er nauð-
synlegt að skýra nokkuð hið daglega líf
í heimavistarskóla. Heimilislífið verður að
Söngtími á Laugarvatni — Þóröur Kristleifsson, kennari