Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 14

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 14
196 FREYR teljast til skólastarfsins, en það er mjög ólíkt því, sem gerist í heimangönguskól- um. Sjálfa stundaskrána má gera með nokkuð öðrum hætti, þar sem allir eru á- vallt á staðnum, auk þess hafa héraðs- skólarnir ekki bundið sig við gamlar venjur um nemendatölu í deildum. Þar eru 15—100 nemendur í deild, eftir því hvað kennt er. Á þann hátt má spara starfskrafta, án þess að nemendur læri minna. Bóknámið mun að öðru leyti lúta svipuðum reglum í öllum skólum, en í í- þróttum og handavinnu tóku héraðsskól- arnir forystu og einnig í skólasöng. Hver skóli eignaðist strax fimleikahús, sund- laug og handavinnustofur. Þetta var að ýmsu leyti nýtt fyrirbæri. Kem ég þá að þeim þættinum, sem sér- staklega gerir héraðsskólana frábrugðna öðrum skólum, en það er heimilislífið. Þar er mikill vandi á höndum. Takist að ná því dagfari, sem bezt má vera, leyfi ég mér að líta á þann þátt- inn í starfi heimavistarskólanna einna gildismestan til fjölþætts þroska. Ég full- yrði, að það er mjög frjótt andlegt upp- eldi að venja pilta og stúlkur á að um- gangast hvort annað á skólaheimili , ná- ist siðlegt dagfar, þ. e. a. s. snyrtimennska til orðs og æðis. Ég hygg, að þetta hafi tekizt vonum framar í stjórn heimilislífs héraðsskólanna og þar með sé á hverjum tíma lagður þýðingarmikill grundvöllur að þroskaferli nemandans. Nefna má í þessu sambandi þann mikla bindindisáhuga, sem yfirleitt ríkir í skól- um sveitanna. Óhætt er að fullyrða, að í sumum skólanna að minnsta kosti, sé þvi marki náð, að haldið sé algert bindindi bæði á áfengi og tóbak, meðan skólinn starfar, og margir verða varanlegir bind- indismenn. Þá er sú viðleitni að láta nemendur bjarga sér sjálfa, s. s. með því að láta þá þjóna sér, þvo gólf, bera á borð, bæta um skemmdir o. s. frv. Loks má nefna margs konar sambúðaratriði, sem öll eru mikilvæg, ef lánast að ná þeim rétta anda, t. d. að matast saman, vinna og nema saman, skemmta sér og fara vel með almanna eignir. Ef til vill má um það deila, hvort rétt hafi verið stefnt, en væri árangurinn ekki lakari en markmiðið, getur ekki hjá því farið, að þegar sé á- hrifa frá héraðsskólunum farið að gæta verulega, einkum í sveitunum. Átta til tíu þúsund manns af þeim, sem nú eru í blóma lífsins, hafa numið skemmri eða lengri tíma í sveitaskólun- um. Þótt þeirra gæti ef til vill enn lítið, segja þeir sjálfir, að með lífsreynslunni hafi þeir styrkst í þeirri skoðun sinni, að dvölin í heimavistarskóla 1—2 vetur, hafi reynst þeim furðu staðgott veganesti. Margir foreldrar munu og hafa þreifað á því, að skóladvölin hafi stutt ótrúlega dyggilega að hollu uppeldi barna þeirra. Sumir óttast, að lífsþægindi séu um of í ósamræmi í skólunum og í heimilunum. Þar til er því að svara, að allir verða að kynnast og skilja sem nánast, hvaða skil- yrði eru á hverjum stað til þess að auka lífsþægindin. Æskan þarf einnig að skilja, að kröfum hennar eru engin takmörk sett og að hver maður verður sjálfur að fullnægja sínum kröfum, aðeins með skyn- samlegri aðstoð þjóðfélagsins. Með þeirri skýru og kláru vitund, að ekki beri að krefja aðra en sjálfan sig um úrlausn vandans, er öllum í sjálfsvald sett, innan takmarka lands- og siðalaga, á hvern hátt þeir nota vit sitt og krafta til þess að verða aðnjótandi þeirra þæginda, sem lífið og náttúra landisns hefir að bjóða. Það má því telja til höfuðkosta héraðs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.