Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 44
226
FREYR
Nýtt landnám
MeS jarðræktarlögunum frá 1923 eru
mörkuð tímamót í ræktunarmálum hér á
landi. Á 23 árum, sem liðin eru frá gildis-
töku laganna, hefir verið varið rúmum
40 milljónum króna í ræktunarfram-
kvæmdir. Af þeirri fjárhæð hafa bændur
lagt fram 30 milljónir króna, en ríkissjóð-
ur um 10 milljónir.
Þessi átök í ræktunarmálum hafa látið
nokkur spor eftir sig, sem enn sér merki
fyrir, þó þau kunni síðar að fyrnast, eins
og flest önnur mannanna verk. Eftirtekjan
af ræktuðu landi hefir á þessu tímabili
aukizt úr hálfri milljón hestburða af töðu
upp í 1.370.000 hestburði, eða sem svarar
því, að töðufengur er nú árlega 870 þúsund
hestburðum meiri en fyrir aldarfjórðungi
síðan. Flatarmál ræktaða landsins hefir
rúmlega tvöfaldast á þessu árabili og af-
rakstur hverrar flatareiningar hefir auk-
izt. Má þakka það bættri áburðarhirðingu
og notkun tilbúinna áburðarefna.
Á sama tíma hefir nautpeningur í land-
inu því nær tvöfaldast, og sauðfé fjölgað
nokkuð, þrátt fyrir skattgjald það er sauð-
fjársjúkdómarnir hafa heimt hin síðustu
ár. Hrossum og geitfé hefir fjölgað í svip-
uðum hlutföllum.
Þessar tölulegu staðreyndir sýna, að
landbúnaðurinn hefir hin síðustu ár tekið
miklum breytingum, og fyrir aukna rækt-
un og tækni í búskaparháttum getað aukið
magn búsafurða sinna. Skal á það bent í
þessu sambandi, að á síðasta aldarþriðj-
ungi, hefir margt þurft að reisa frá
grunni í ræktun, byggingum, útvegun véla-
kosts svo og aukning og kynbótum bú-
fjárins. Samtímis því sem þessi þróun á
Með nýju landnámi koma nýtízku tœki