Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 52

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 52
234 FREYR vegna fjárhagslegrar velgengni. MeS öðr- um orðum: Hjálpfýsi og raungæði fólksins á svo djúpar rætur í eðli þess, að froða hversdags-naggsins hjaðnar, og eiturskeyti deyfast, þegar sá verður hjálpar þurfi, sem áður var að skotspæni hafður. Það þarf ekki alltaf mikilvæg atvik til þess að breyta afstöðu og áliti manna. Á samkomu í Þrándheimi í fyrra sumar, þar sem þúsundir manna úr sveit og kaup- stað voru saman komnir, heyrði ég borg- arstjóra Þrándheims geta þess í ræðu, að fyrir stríð hafi flest getað orðið að sundrungarefni milli borgara Þrándheims og bænda í grannsveitunum, en þegar stríðið geysaði og þrengingar surfu að, þá þvarr kriturinn og hjálpfýsi og samvinna skipuðu öndvegi. Fyrir stríð hefði það aldrei getað skeð, að sveitamenn legðu á sig sérstakt erfiði og því síður lífið í hættu, til þess að koma vistum til svangra bæjar- búa. Á hernámsárunum voru ekki til þeir leynivegir sem eigi voru troðnir og engin brögð voru óprófuð, þegar því var að skipta að vistir skorti og þeim þurfti að koma á áíangastað í borginni. Þetta voru ummæli manns, sem sjálfur var þátttakandi í leynistörfum, samtímis og hann starfaði sem opinber embættis- maður, og varð að gegna skyldu sinni hversdagslega á þeim vettvangi. „Sá er vinur, sem í raun reynist“ segir gamli málshátturinn. Sannleiksgildi hans verð- ur að teljast óyggjandi. ★ Hvernig á að fara að því að efla skilning og velvílja milli þeirra stétta, sem búa í sveitum og bæjum, við svo ólík skilyrði, sem eru á þessum stöðum? Þessari spurn- ingu hefir verið varpað fram víða um lönd og mörgum sinnum. Og ýms ráð hafa ver- ið prófuð, ráð, sem hafa reynst misjafn- lega. Tvær leiðir eru taldar öðrum líklegri til þess að efla samúð, skilning og velvilja, á milli bæjarbúans og sveitamannsins. Sú, sem talin er áhrifamest er dvöl kaup- staðarbarna í sveitum á sumrum og heim- sókn sveitabarna í kaupstaðina til stuttrar dvalar á heimilum nokkra daga á ári. Hin aðferðin er gagnkvæmar heimsóknir og stuttar dvalir húsmæðranna í sveit og kaupstað og einnig dvalir heimilisfeðr- anna, ef ástæður eru til. Þar sem slíkar heimsóknir hafa verið skipulagðar og framkvæmdar, hefir lostið upp mörgu undrunarópi af munnum gestanna vegna ókunnugleika á skilyrðum og kjörum gest- gjafanna. Konur sveitanna hafa heimsótt húsmæðurnar í borginni, fylgzt með þegar farið var í búðirnar til þess að kaupa í matinn, og tekið þátt í athöfnum þeim, sem tilheyra daglega lífinu þar. Hafa þá augu sveitakonunnar opnast fyrir því, að verðið á hlutunum, sem hún sjálf framleiðir heima á eigin búi, er svo hátt í kaupstaðnum, að stórar fjárfúlgur þarf til þess að afla þar lífsnauðsynja, sem heima í sveitinni kosta sáralítið. Enginn garður er gegn suðri, sem í verði sóttur gróandi til manneldis. Sækja verður hann í sölubúðina. Og svona er það eitt og annað, sem sveitakonunni finnst til um, það, er stall- systir hennar í bænum verður að sæta. Svo kemur húsmóðirin í borginni í heim- sókn upp í sVeit og sér með eigin augum hvernig lífið og starfið þar fer fram, og bezt verður það skilið þegar tækifæri gefst til að taka þátt í starfinu. Margt sér bæj- arkonan það, sem hún áður áleit að aðeins þyrfti hendi út að rétta til að afla. Mjólk- in kemur ekki sjálfkrafa í könnuna og lambið kemur ekki sjálft upp á borðið svo að af megi skera kjötbita. Erfiði verður á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.