Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1947, Qupperneq 31

Freyr - 01.07.1947, Qupperneq 31
FREYR 213 Nytjapeningur Þjóðar vorrar fáist til þess að stunda land- þúnað. Það er tvímælalaust nauðsyn hverju þjóðfélagi, að hæfilegur hluti fólksins fá- ist til þess að búa og starfa í strjábýli. Menningarsaga allra þjóða sannar þetta og vor eigin ekki sízt. Hefði þjóð vor öll búið í bæjum og þorpum við sjávarsíð- una á umliðnum öldum, hefðum vér glat- að tungu vorri og menningu. Vegna þess, sem hér hefir nefnt verið, er eitt alvarlegasta áhyggjuefni flestra hugs- andi manna nú, hinn öri flutningur fólks úr sveitum til kaupstaða og þá sérstaklega til Reykjavíkur. Til þess að hindra það, er aðeins ein lækning, sem að gagni get- ur komið, aðeins eitt ráð sem dugar. Það er að tryggja því fólki sem í sveitum býr sömu aðstöðu og því, sem flutzt hefir í þéttbýlið. Sambærilegt kaup fyrir sama erfiði. En það eitt nægir ekki. Sveitafólkið verður einnig að njóta hliðstæðra þæginda, svo sem góðra húsakynna, raforku, síma, vegsambanda og margs fleira. Sé þessa ekki gætt, halda sömu þjóðflutningarnir á- fram og afleiðingar þeirra verða að lok- um geigvænlegar. Hvernig hefir landbúnaðurinn rækt það hlutverk að afla matvæla fyrir þjóðfélag- ið? Engan þyrfti að undra þótt framleiðsla landbúnaðarins hefði dregizt saman styrj- aldarárin, eins og að bændum kreppti þau ár. Að nokkru leyti vegna þess að allt verkafólk sogaðist frá landbúnaðinum til annarra starfa, og að nokkru leyti vegna þess að bændur gátu ekki fengið nema lít- inn hluta þess véla- og verkfærakosts, sem þeir óskuðu eftir og þurftu að fá til þess að bæta úr sívaxandi vöntun verkafólks. En þrátt fyrir þetta og margvíslega aðra erf- iðleika, og lítinn skilning margra á að- stöðu bænda til þess að halda í horfi með framleiðslu sína, hefir heildarframleiðsla landbúnaðarins þó fremur vaxið en minnk- að hið síðasta árabil. Örfáar tölur skulu nefndar til þess að sýna þetta. Um aldamót
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.