Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 50
232
FREYR
Sunnlenzkur bóndabœr (Ljósm.: Gísli Kristjánsson)
og kvenna, sem um nokkra stund eða langt
skeið hafa stundað landbúnaðarstörf, og
mörg verið alin upp inni á milli fjallanna,
í faðmi þeirra, við fossanið og fuglasöng
á sumrum, en veðragný á vetrum. — Þeir
ættliðir, sem á eftir koma, og aldir eru
upp á fjórðu hæð steinhússins, og hafa
malbikaða götuna eða húsagarð að leik-
vangi, eiga erfitt með að skilja afstöðu
sveitamannsins til annarra manna og til
hlutanna, sem í kring um hann eru. Sveita-
drengurinn og bóndinn eru því vanir að
geta hreyft sig, án þess að stíga á tær
nágrannans, eða þurfa að taka tillit til
hans í dagfari sínu og athöfnum.
Piltungurinn og fagmaðurinn í kaup-
staðnum eru knúðir til þess að gæta að því
við hvert fótmál að troða ekki á annarra
rétti, og lenda í klóm borðalagra embætt-
ismanna ef út af er brugðið.
Þá hafa kröfurnar til þæginda og mun-
aðar mikið að segja, en sá er munur á
þeim að jafnaði, hjá bæjarbúanum og
sveitamanninum, að vaninn gerir að lífs-
nauðsyn það, í kaupstaðnum, sem sveita-
fólki finnst fjarstæða ein og fásinna að
veita sér. — Eigi veit ég hve mörgu sveita-
fólki mundi — ef það væri spurt — finnast
ástæða til að reikna vísitölu framfærzlu-
kostnaðar eftir verði aðgöngumiða á kvik-
myndahúsum. Ég hygg að langflestir
mundu svara, að víst væri ánægjulegt að
horfa á góða mynd, en eigi sé það lífs-
nauðsyn og aldrei geti það talist til lífs-
nauðsynja. Væri bæjarbúinn spurður um
þetta, mundi svar hans verða á annan
veg, og andstætt því sem sveitamaðurinn
gefur.
Þannig mætti færa fleiri dæmi fram í
dagsljós veruleikans, er sýnir og sannar