Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 21

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 21
FREYR 203 í bændaskóla. Þar fá þeir fræðslu um flest, sem viðkemur búskap og venjast notkun þeirra véla og verkfæra, sem hag- kvæmust eru. Það sem einkennir líðandi tíma er fólks- fæðin og annríkið í sveitunum. Þar hafa allar hendur meira en nóg að starfa. Sveitapiltar eiga því erfitt með að dvelja tvo vetur og eitt vor við búnaðarnám, vegna anna. En á það skal bent, að bænda- skólarnir leyfa piltum — sem hlotið hafa nokkra undirbúningsmenntun — að setj- ast í eldri deild skólanna. Þegar skóla- kerfi landsins er komið í það horf, að flest ungmenni stunda nám í unglinga- og héraðsskólum, má gera ráð fyrir því, að þeim piltum fjölgi, sem hafa þann undir- búning, að þeir geta komist af með eins vetrar nám í bændaskóla. Þá væri hægt að breyta bændaskólun- um í eins vetrar skóla með verklegu námi að vorinu, en sleppa fyrri vetrar náminu. Það fyrirkomulag álit ég að bezt myndi reynast. Bændaskólarnir þurfa að vera fljótir að taka upp í kennslu sína og starfsemi þær nýjungar, sem til gagns eru á sviði búnað- arins, og einnig ber þeim að breyta um námstíma og fyrirkomulag á kennslu, í samræmi við þær breytingar, sem almennt eru að verða á fræðslumálum þjóðarinnar, en halda ekki í fyrirkomulag, sem sniðið er við allt aðrar aðstæður en nú eru að verða. Kristján Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.