Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 26

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 26
208 FREYR eins og fyrr greinir. Fyrra árið er megin- áherzla lögð á bóklegt nám og handavinnu. Síðara árið er aðal námsgrein matreiðsla og hússtjórn. Á Hallormsstað hefir verið lagt mikið kapp á vefnaðarkennslu, Hafa stúlkur notið þar framhaldsnáms í vefn- aði og tekið þaðan kennslukonupróf í þeirri grein. Húsmæðra og garðyrkjuskóli starfaðí á Knarrarbergi í Eyjaf. nokkur ár; var meiri garðyrkjukennsla þar en við hina skólana. Á Laugalandi í Eyjafirði var byggður húsmæðraskóli 1937. Sama ár komu fram frumvörp á Alþingi um húsmæðrafræðslu almennt, um húsmæðraskóla í Reykjavík og húsmæðrakennaraskóla. — Slík frum- vörp voru ný á nálinni. Hið háa Alþingi hafði látið sig litlu skipta um þessi mál. Vöktu þau talsverða athygli en urðu eigi útrædd. Það var ekki fyrr en 1938 að lög um húsmæðrafræðslu í sveitum voru sam- þykkt og 1941 um húsmæðrafræðslu í kaupstöðum. Eftir að fræðslulögin voru endurskoðuð í heild, voru samþykkt lög um húsmæðrafræðslu nr. 49, 7. maí 1946 og um leið úr gildi numin lögin frá árun- um 1938 og 1941. Nú heita þau: Lög um húsmæðrafræðslu, og enginn greinarmun- ur gerður á því, hvort skólinn er 1 sveit eða kaupstað. — Húsmæðraskóli Reykjavíkur var stofn- aður haustið 1941. Er hann í þrem deild- um. Heimavist er starfar í 9 mánuði. Dag- námskeið er standa yfir í 4y2 mánuð hvort. Kvöldnámskeið með 5 vikna námskeið- um; er þar einungis kennd matreiðsla. Húsmæðraskóli að Laugarvatni byrjaði 1942, hefir nú starfað í 5 ár. Árið 1945 tók Húsmæðraskóli Akureyrar til starfa; er það eini húsmæðraskólinn sem enga heimavist hefur. Kennsla hófst í húsmæðraskólanum að Varma- landi í Borgarfirði síðastliðið haust . Þá eru enn ótaldir tveir einkaskólar. Skóli Arnýjar Filipusdóttur að Hverabökk- um, stofnaður 1936 og skóli Ingibjargar Vefnaður Ljósm..: Þorsteinn Jósepsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.