Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 34

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 34
216 FRE YR / Bóndinn og býlið Það er kveld, 8. júní. Ég renni augunum yfir hina opnu bók vorsins dásemda og leiði hugann að því, eins og svo oft áður, hvað muni í raun og veru valda því, hve bændur og bændafólk er eitthvað laust í sætum og stefnir vilja sínum og vonum til bæjanna, einkum Reykjavíkur. „Söm er hún Esja — samur er hann Keilir, eins er og Skjaldbreið og á Ingólfs dögum“, segir skáldið, og sömu eru sveitir lands og dýrð og dásemd, sem áður fyrr og betur þó miklu að auðveldi og arfs- vonum. Það er ofvöxtur krónunnar, ofvöxtur auðs og nautna, sem laðar, einkum hina yngri, til borgarlífsins. Hvað er þó líf mal- arbúanna, með sínu glansfægða götulífi, glæstu bíóstofum og björtu búðargluggum, móts við ótæmandi yndisleik og fjölbreytni sveitavorsins, hins lífþrungna þroskamátt- ar sumarsins og helgitign hins hvíta, kalda sveitavetrar. Meistarinn mikli benti okkur á leið til skilnings og lífsþroska, hann sagði: „Skoð- ið akursins liljugrös, lítið til fugla himins- ins“. Hann benti okkur til fárra mynda úr stórborgarlífinu. Við þurfum ekki að borga neinn inngangseyri fyrir það að hlusta á samstillta hljóma vorhörpunnar, horfa á dásemd þess lífs, sem við, í samfélagi við Guð vorsins, erum að skapa. Hverju máli skiptir það fyrir okkur þótt við, að loknum löngum vinnufrekum vor- degi, göngum til hvíldar með lúna limi og svitarök enni, við höfum verið að erja við blessaða moldina fyrir gróandann. — moldina, sem skapar okkur og öðrum líf- ið, þessi dásamlega mold, sem geymir flesta svitadropa okkar. Lífsorka okkar, þess- ara eldri, hefir einhvernveginn síast út í hana. Það hlýtur að spretta eitthvað — eitthvaö gott í framtíðinni, upp af þessum fórnum okkar. Það getur varla brugðizt. Þannig mun okkur mönnunum farið, all- flestum, að því meira sem við fórnum ein- hverjum eða einhverju af tíma okkar, orku og ástúð, því meiri alúð, sem við sýnum í þeirri viðleitni, því fastari böndum bind- umst við ástfóstri okkar. Ég held að það sé ekki fjarri sanni, að það bændafólk, sem mestu hefir fórnað fyrir býli sitt, bezt hefir lagt sig fram til að fegra það og bæta, það verði fast- sætnast, því verði tregast um viðskilnað- inn. Það er vitað og viðurkennt af mörgum, að eftir því eru menn, sem skilyrðin skapa þá, og skilyrðin geta menn oft skapað sjálfir, bæði sér og öðrum. En hvað sem þar verður sagt þá er hitt víst, að flestum mun nokkuð í sjálfsvald sett, hvernig hann býr sitt hreiður, hvernig hann skapar sitt heima umhverfi. Getur það ekki valdið meira þar um en okkur grunar, hve litla ástúð, nærgætni og fegrunarvilj a við sýnum í búrekstri okkar og heima umgengni, hve laust virð- ast hnýtt vera þau bönd, sem tengja eiga okkur við byggð og heimahaga. Það gildir einu hvort við byggjum ból okkar nær hafi eða heiðum — til dala eða strandar. Þar sem við höfum skapað okkur umhverfi, þar á að búa helft sálfriðar okkar og hamingju. Enda þótt bregðast kunni til beggja vona hvernig tekið verði í strenginn, með f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.