Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1947, Page 24

Freyr - 01.07.1947, Page 24
206 PREYR T Námsmeyjar í hús- mœðraskóla við mat- reiðslu Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson nokkur sumur 6 vikna námskeið í hús- mæðrafræðslu. — Fyrir dugnað og víðsýni kvenfélagsins Ósk á ísafirði var þar stofnaður húsmæðra- skóli árið 1912. Var honum skipt í tvö 4 mánaða námstímabil og gátu 12 stúlk- ur notið þar kennslu í einu. Á fyrri stríðs- árunum lagðist kennsla niður við ísafjarð- arskólann en byrjaði aftur 1924 og hefir skólinn starfað síðan. Nú er verið að reisa mjög myndarlegt hús fyrir húsmæðraskól- ann á ísafirði. Þessir skólar sem hér hafa verið nefndir voru aðallega matreiðsluskólar, en auk matreiðslu var kenndur þvottur, hirð- ing húsa og húsmuna og hjúkrun í heimahúsum. — Unnu þessir skólar ó- metanlegt gagn, enda voru valdir kenn- arar við þá, en augljóst var að þeir gátu ekki fullnægt þörfinni. Námstíminn var stuttur aðeins 3—4 mánuðir. Fáir nem- endur komust fyrir í skólunum og sveit- irnar voru settar hjá, þar voru engir hús- mæðraskólar, en umferðakennsla fór fram í sveitunum í nokkur ár. Naut hún styrks frá Búnaðarfélagi íslands. Á þessum árum er hljótt um þessi mál á Alþingi. Þeim miðar aðallega áfram fyrir atbeina einstakra áhugakvenna og kven- félaga, er tóku þau upp á stefnuskrá sína og beittu sér fyrir því af alefli, að hús- mæðraskólar yrðu reistir í sveitunum og

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.