Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 53
FREYR
235
sig að leggja, meira erfiði en borgarbúann
hafði dreymt um, og svo er það skortur
hinna ýmissu þæginda, sem í borginni eru
sjálfsögð, en ennþá eru ekki komin í sveit-
inni.
Sjónarmiðin eru ólík, störfin eru ólík og
umhverfið er ólíkt. Þrátt fyrir mismuninn
er þó hægt að öðlast skilning á annarra
kjörum, en réttur skilningur verður því
aðeins fenginn, að litið sé með eigin aug-
um og helzt prófað.
Hitt atriðið, sem á var minnzt, dvöl
bæjarbarna í sveitum á sumrum, og heim-
sóknir sveitabarnanna á heimilin í kaup-
stöðum, er algengara nú en áður var.
Sumardvalir barna, fjarri heimilum, úti
um sveitir, hefir, af bæði eldri og yngri,
víða um lönd, verið viðurkennt um langt
skeið, eitt hið bezta þroskameðal, sem völ
er á.
Menn og konur, sem í borgum hafa alið
allan aldur sinn og nú eru í hárri elli,
minnast sumardvala sinna í sveit, sem
eins hins bjartasta skeiðs á löngum ævi-
vegi. Hafa ýmsir í ræðu og riti líkt þeirri
tilveru við fuglinn, sem losnar úr búri og
fagnar frjálsræðinu. Skólinn og gatan i
borginni var búrið, en sveitin og guðsgræn
náttúran, með hátt og vítt himinhvolf yfir,
það var blað frelsis og unaðssemda í bók
bernskuminninganna. Þátttakan í starfinu
í sveitinni, var eins konar landvinningur,
konungsríki bernskudraumsins er skóp
skilning og útsýn yfir lönd, sem ella mundu
lokuð um alla ævidaga.
Börnin vaxa og verða þegnar sama þjóð-
félags. Á þau skín sól og skúrir falla eða
hregg. Lífshamingjan ber ekki að dyrum
hjá þeim öllum og misjafnlega er viðdvöl
hennar löng hjá þessum og hinum.
Þegar á móti blæs er gott að eiga góða
vini, og ekki sakar þótt vinmargt sé þegar
andúð er á ferðum. Gildir hið sama í þessu
FRE YR
— búnaðarblað — gefið út af Búnaðarfélagi
íslands og Stéttarsambandi bænda.
Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta:
Lækjargötu 14, Reykjavík. Pósthólf 1023
Sími 3110.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gisli Kristjánsson.
Ritnefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson,
Steingrímur Steinþórsson.
P R E Y R er blað landbúnaðarins.
Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Prentsmiðjan Edda h.f.
efni, hvort um er að ræða einstaklinga
eða heilar stéttir.
í sama þjóðfélagi eru einstaklingar að
nokkru hvorir öðrum háðir og þá fer illa,
ef merkislækurinn verður að straumþungu
og ófæru fljóti, er skilur stéttirnar eða
hópana, sem búa í sveit og við sjó.
Þá er vel, ef á bernskuskeiði vaknar
skilningur fyrir því, að allar stéttir þjóð-
félagsins eiga tilverurétt, þegar þær leggja
sitt af mörkum til uppbyggingar þjóðfé-
lagsins, og aldrei stýrir það góðri lukku,
ef til stéttahaturs er stofnað. Viðleitni til
þess að öðlast skilning á bæði eigin og
annarra kjörum, er vís leið til þess að
skapa frið og félagslyndi, en það er það
sem þarf, því að efnaleg, félagsleg og and-
leg velferð einstaklinganna og stéttanna,
er frumskilyrði þess, að frjáls þjóð í
frjálsu landi geti á öllum tímum eygt
bjarta framtíð, hvort sem heimili þegn-
anna eru í sveit eða á sjávarströnd.
Glsli Kristjánsson.