Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1947, Side 48

Freyr - 01.07.1947, Side 48
FREYR 230 Sveitaheimilið var fyrrum sjálfu sér nóg í flestu. Þar var landbúnaður stundaður fyrst og fremst, en flestir bændur höfðu mann eða menn til sjósóknar á ýmsum tímum árs. Þar var og rekin heimilisiðja, er fullnægði þörfum heimilisins til klæða og skæða, en kröfurnar til lífsins, fram yfir nefnda hluti, voru næsta takmarkaðar. Hið forna alhliða starfsfyrirkomulag í sveitinni, er nú orðið að sögulegum at- burðum. Synir og dætur bændanna hafa flutt þaðan, en af því hefir leitt, að vinnu- menn og vinnukonur er þar naumast að finna. Þeir sem eftir eru á sveitaheimilunum hljóta að sinna bústörfum fyrst og fremst. Framleiðsla búsafurða er svo að segja eina hlutverkið, sjósókn þekkist tæpast nema á meðal þeirra er búa á sjávarbakkanum við góð lendingarskilyrði og góð fiskimið, og heimilisiðnaðurinn er því nær úr sög- unni. Þessi síðasttöldu hlutverk eru nú á starfssviði þeirra, sem í bæjunum búa. í raun og veru má segja, að innan þjóð- félagsins hafi orðið bylting, sem á skömm- um tíma hefir valdið því, að alda gamlar starfsaðferðir og lífsvenjur eru fyrir borð bornar, og nýir hættir og siðir upp teknir. Skipting þjóðarinnar eftir atvinnugrein- um, og búseta manna, við svo ólík skilyrði, sem eru til sjávar og sveita, valda því, að sjónarmið fólksins verða ólík, hættirnir misjafnir og kröfurnar til lífsins stefna í ýmsar áttir. Starfið í sveitinni er að mestu í því fólgið að efla mátt moldarinnar og skapa þróttmikinn og verðmætan gróanda, sem er undirstaða þess, að lífverur þær — búféð — sem bóndinn nytjar, gefi miklar Sólskin í höfuðstaönum (Liósm.: Gísli Kristjánsson)

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.