Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 10

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 10
192 FREYR með öllu eða var dregið á langinn og taf- ið með þrasi um staðaval. Frábærir menn, svo sem Torfi í Ólafs- dal, séra Sigtryggur á Núpi og Sigurður Þórólfsson, stofnuðu einkaskóla og leystu þannig vandann. Guðmundur Hjaltason ferðaðist um landið og boðaði æskunni þá menningar- strauma, sem hann hafði kynnzt í Nor- egi. Þar kynntist hann samtökum ungra manna um alls konar þjóðlega vakningu, sem einnig ætti að ná til íslenzkrar æsku. Guðmundur lagði á sig langar göngur að vetrarlagi, vosbúð og sult. Þekking hans og hugsjón í þá átt að hrífa íslenzka æsku til félagsskapar og átaka um þjóðleg mál, gengu fyrir ytri eigin þægindum. Upp af svona frækornum uxu ung- mennafélögin. Með þeim hófst alda, sem hreif æsku landsins til margs konar dáða. Fágun móðurmálsins var sett hæst, lærð voru kraftmikil ættjarðarljóð og þau sungin. Á fundum tömdu menn sér rök- ræður um þjóðleg málefni með það fyrir augum að hafa síðar áhrif á framkvæmd þeirra, s. s. skólamál, íþróttir, skógrækt, bindindi, hollar skemmtanir o. fl. Mark- miðið var ræktun lands og lýðs. Þetta starf og sú hugsjón, sem nærði það, var ó- metanlegur grundvöllur að því, sem síðar kom, enda voru það forystumenn ung- mennafélaganna, sem urðu höfuð braut- ryðjendur héraðsskólanna, s. s. Jónas Jóns- son og Tryggvi Þórhallsson, sem báðir notuðu valdaaðstöðu sína til þess að hrinda áfram skólamálum sveitanna, og þá alveg sérstaklega héraðsskólunum. Það átak, sem þessir tveir ráðherrar gerðu í sinni valdatíð, markar stórmerk tímamót í skólamálum sveitanna á íslandi og þó alveg sérstaklega á Suðurlandi, því að þar hafði staðið langvinn deila um skólasetur. Staðadeilan var einatt til mikilla tafa. Þingeyingaar deildu um Grenjaðarstað og Laugar sem skólasetur. Fimmtíu ár liðu frá því að fela átti séra Magnúsi Helgasyni forystu æskulýðsskóla á Suðurlandi, unz skólinn var reistur á Laugarvatni, og voru þá samt mjög margir sáróánægðir. Hreppapólitík um staðarval tafði nám- fúsa æsku frá námi á Suðurlandi í manns- aldur, svo dæmi sé nefnt. Fólk skiptist mjög í tvo flokka um álit á þessum skólum, sem uxu upp í sveitunum. Flest sveitafólk fagnaði skólunum og sendi þeim börn sín til uppeldis og náms. Ýmsir merkir lærdómsmenn, listamenn og þekkt- ustu embættismenn í Reykjavík studdu sveitaskólana á margvíslegan hátt. Ég nefni sem dæmi, að Guðm. Björnson land- læknir og Guðm. Finnbogason próf. voru viðstaddir vígslu Laugarvatnsskólans og héldu hvatningarræður. Skáldin Þorsteinn Gíslason og Jakob Thorarensen ortu til skólans hvatningarljóð, og tónskáldin Páll ísólfsson og Sigvaldi Kaldalóns gerðu lög við kvæðin. í héraðsskólunum er nokkuð af lista- verkum, sem ýmsir listamenn hafa gefið þeim. Sýslufélög, hreppar og einstakir menn hafa styrkt skólana með fjárframlögum, gjöfum bóka- og ýmissa muna. Allt þetta studdi ungu skólana ómetanlega. Loks má nefna vinsamlegar blaðagreinar og önn- ur ummæli, sem þýðingarmikinn þátt til styrktar þeim. Skoðanir manna fara sjaldan saman, þegar um nýjar framkvæmdir er að ræða. Þannig var um skoðanir manna á héraðs- skólunum. Samhliða þeirri miklu hvatn- ingu, sem að framan er getið, kom fram nokkur kali til þessarra nýju stofnana, stundum jafnvel bein óvild, og þá helzt frá bæjamönnum og bæjablöðum. Menn sögðu, að þessir nýju sveitaskólar væru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.