Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Síða 41

Freyr - 01.07.1947, Síða 41
FREYR 223 ingarlíf fyrir höndum, megi ekki hætta að rækta landið, en til þess, að svo verði, þarf að hlynna að bóndanum og konunni hans, sem ala upp hina hreinræktuðustu íslendinga. Það er eftirtektar vert, að svo margir hermenn, bæði brezkir og amerískir, sögðu: „Hina eiginlegu íslendinga er ekki að finna í Reykjavík, heldur í byggðum landsins". Slíkt mun ekkert sérkenni fyrir íslendinga, heldur mun svo vera hjá sér- hverri þjóð, að þjóðararfur hennar fái bezt notið sín í samstarfi við náttúruna. Það er sál landsins. — Það sem bezt er í okkar þjóðararfi verðum við að fyrirbyggja að verði kippt upp með rótum. Sveitir landsins mega ekki tæmast meira en orð- ið er. Sveitakonan þarf ekki síður en mað- ur hennar að fá vélar sér til hjálpar. Á allar heimilisvélar, sem notaðar eru innan húss, ætti að greiða styrk eigi síður en vélar þær, sem notaðar eru úti við. Engin kona, á tímum tækni og velmegunar, ætti að þurfa að búa án frumstæðustu þæginda, sem eru rennandi vatn og frárennsli skólps. Því miður má víst enn finna þó nokkur heimili hér á landi, þar sem slík þægindi fyrirfinnast eigi. Víða í íslenzkum sveitum, eru hverir og laugar. Þar sem þau auðæfi er að finna, ætti að kappkosta að koma upp almenn- ingsþvottahúsum. Þó ekki væri hægt að starfrækja þau með nýtízku vélum myndu þau samt koma að góðu liði, væru þau vel útbúin með heitu og köldu vatni, með þvottakerum og vindum, sem festar eru á þar til gerðar slár á kerunum. Með þekk- ingu, og þeim þvottaefnum, sem nú eru Heimaalningur húsfreyjunnar (Ljósm.-. Þorsteinn Jósepsson)

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.