Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1947, Qupperneq 45

Freyr - 01.07.1947, Qupperneq 45
FREYÉ 227 sér stað fækkar vinnandi fólki við land- búnaðarstörf. Það skal fyllilega viðurkennt, að á þessu tímabili, hefir — í ræktunarmálum — ekki náðst að því marki, er bjartsýnustu unn- endur landbúnaðarins, og bændur sjálfir, hefðu kosið. Það eru t. d. ennþá óvélfær tún að flatarmáli um 7000 ha. Sum þess- ara túna eru að vísu þannig, að ekki er réttmætt að kosta til endurræktunar á þeim, því lega þeirra og jarðvegsskilyrði önnur, valda því að þau verða ekki gerð véltæk nema með tilkostnaði, sem yfir- stígur hagfræðileg takmörk. Ýmsar þess- ara jarða hafa góð nýræktarskilyrði, og geta því náð því takmarki að afla allra heyja á vélfæru ræktuðu landi. Til þess að alls heyskapar sé aflað á vélfæru rækt- uðu landi þarf enn að rækta 12—14 þús- und ha., enda er nú að því stefnt með þeim félagslegu átökum, er búnaðarsam- böndin hafa komið á, rœktunarsamböncL- unum, er taka að sér að annast allar ræktunar framkvæmdir fyrir bændur með stórvirkum jarðræktarvélum. Þær skoðanir, sem oft eru settar fram, að landbúnaðarframleiðslan sé að dragast saman, er fjarstæða ein. Sú skoðun er oft rökstudd með því, að á hverju ári falli fleiri jarðir úr ábúð og fari í eyði. Ef litið er á staðreyndirnar í því máli, er það rétt, að slíkar breytingar um ábúð jarða eiga sér stað. Hins vegar er þess að gæta, að í mörgum tilfellum uppfylla þær jarðir, sem úr ábúð falla, ekki þær frumkröfur, sem gera verður til að rétt- lætanlegt sé að leggja til umbóta á þeim, fjármuni einstaklinga eða þjóðfélagsins. Aðstaðan til markaðsskilyrða og aðstaðan til að hægt sé að gera þær svo úr garði, að á þeim verði rekinn ræktunar- og tæknibúskapur, er ekki fyrir hendi. Þrátt fyrir þetta hefir ennþá fyllilega haldizt í horfi um tölu byggðra jarða í landinu hin síðustu ár. Á árabilinu 1930—1940 hafa fallið úr byggð 371 jörð á öllu landinu, en á sama tímabili eru reist 572 nýbýli. Þessi fækkun jarða hefir að vísu komið hart niður á ýmsum sveitum, því þegar borið er saman þetta tvennt, hvar jarðir hafa farið í eyði, og hvar nýbýli hafa verið stofnuð, sést, að í þeim sýslum sem flest nýbýli hafa verið stofnuð hafa fæstar jarðir farið í eyði. Við getum ekki — og eigum ekki — skil- yrðislaust að streitast gegn því, að þær jarðir fari í eyði, er ekki hafa skilyrði til ræktunar og tæknibúskapar, eða jarðir, sem þannig eru settar, að ofdýrt er að veita þeim þjóðfélagslegar umbætur, svo sem vegi og síma. Verði aftur sú raun á, að jarðir, sem eru kostajarðir, sæmilega í sveit settar með tilliti til samgangna, síma og annarra fé- lagslegra þæginda, falla úr ábúð, er hverju hreppsfélagi, er fyrir því verður, nauðsyn að leitað sé orsakanna, og þær fundnar, svo að hægt sé að mæta á réttan hátt þeim viðhorfum sem eiga sök á fráhvarfinu frá búrekstrinum. Lögin um landnám og nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum marka um margt nýjar stefnur í þessum málum, byggt á reynslu þeirri, sem fengin er á allra síð- ustu árum af framkvæmd nýbýlalaganna frá 1936. Engar getur skulu leiddar að því hverju framkvæmd laganna fær áorkað, en markmiðið er, að leita samstarfs við sveitir og héraðsstj órnir um: 1) Að leita leiða til að auka afkomu- öryggi bújarða í hverju héraði. 2) Að stuðla að því, að góðar bújarðir, sem úr ábúð falla, komist í ábúð aftur. 3) Að stuðla að því, að ungt fólk, er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.