Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 39

Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 39
FRE YR 221 „Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann". Slíkri guðshyggju og gullvægishugsjón, sem þessum setningum skáldsins, verður á lofti að halda, af hönd og hug nútimans, í verknaði. — Mér er það hugstætt, því að það skeði fyrir tveim kvöldum. Ég var að sýna 8 ára afbæja drengsnáða hvernig hann ætti að gróðursetja trjá-plöntur. Ég benti honum á gildi vandvirkni hans við starfið, og að þessar trjáplöntur, sem hann gróðursetti með alúð, yrðu vaxnar til mikillar hæðar, þegar hann færi hér um sem fulltíða maður. Ég gleymi ekki hrifningunni, sem lýsti úr augum og svip drengsins. Hann sá himnana opna, himna framtíðar fegurðar og dásemda, fyrir verknað sinna litlu handa. Að lokum: Ég held, að fáum gefizt slík aðstaða til andlegs lífsþroska, gegnum eða frá starfi, sem bóndanum, ræktunarmann- inum, aðeins að hann reyni að gjöra sér ljós þau skilyrði, sem fyrir hendi eru. Ég hygg, að gildi lífsins sé miklu frekar fólgið í fegurð en fjármunum. Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði. Húsmóðirin í sveitinni Mörg í íslands djúpu dölum, drottning hefir öónda fœðst. M. J. / * Það stendur að jafnaði enginn styrr um líf og starf íslenzku sveitakonunnar. Löngum hefir hún unnið sitt fjölþætta, mikla starf i kyrrþey. Hún hefir jafnan lítið yfir sér en þó má öllum ljóst vera, að án starfs hennar væri íslenzk þjóð ekki til. Fornsögur vorar bera þess ljósan vott, þó kvenna sér þar að jafnaði minna getið en karla, að fornmæður okkar íslendinga voru eigi síður mikilhæfar og ættgöfugar, en forfeður vorir. Sagan getur um konung- bornar konur, er námu land, höfðu manna- forráð og stýrðu búum sínum sjálfar, eða voru mikilsmetnar húsfreyjur manna sinna. Þá riðu konur til þings með mönn- um sínum og bræðrum. Ef til vill er spak- mælið „Á bak við mikinn mann, stendur æfinlega mikil kona“, til vor komið alla leið úr fornöld. Vart mun það tilviljun ein, að svo mörgum höfuð-skálda vorra er skáldæðin runnin i móðurkyn. — íslenzka konan skapaði, naut, lifði „Gullöld ís- lendinga“ ásamt karlmanninum, en svo kom hnignunartímabilið. Merkilegt skáld — mælti um foreldra sína og lífsbaráttu þeirra: „Oft hefir það vakið mér furðu að foreldrar mínir skyldu aldrei gefast upp; hann tíu sinnum og hún tíu tíu sinnum“. Og þó var þeirra dæmi ekki einstakt. Langt frá því! Lífsstríð fjölskylduhjóna í líkri stöðu og þeirra, er með ýmsum stig- mun hvarvetna sjálfu sér líkt, og hefir svo verið frá ómunatíð á landi voru. Sama skáld sagði líka um konu sína „Þröngt var í búi en konan sparaði snilldarlega alla hluti, og lét þó börnin ekkert vanta“. Þessar formæður vorar eru nú — eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.