Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1947, Page 16

Freyr - 01.07.1947, Page 16
198 FREYR dóms og þroska. Ef hinir eldri ekki trúa þessu, er engin ástæða til að krefjast þess, að börnin viti það. Ætla mætti, að 100— 200 manna skólaheimili, þótt í sveit séu, stæðu ekki betur að vígi hvað aga snerti en venjuleg heimili og skóli í bæjum og kauptúnum. En samt eru sveitaskólarnir að ná því áliti, að þeir haldi betri aga en gerist í þéttbýli. Þetta dæmi ég eftir því, að fáir dagar líða svo, að ég sé ekki beð- inn fyrir ungling, einkum úr Reykjavík. Ástæðan, sem færð er fram fyrir þessari ósk, er sú, að heimilið og skólinn séu að missa tökin á honum, en vegna góðs inn- rætis og hæfileika muni allt lagast ef hann losni úr bæjarlífinu. Enginn mun rengja þessa frásögn mína, og um hana hefi ég ekki fleiri orð. Þau alkunnu sann- indi má þó benda á, að hófleg velmegun, sem allir eldri og yngri á heimilinu þurfa að taka þátt í að skapa, heldur uppi hollri árvekni um hag heimilisins. Fátæktin gerir menn bölsýna og gremju- kennda, en töfrakennd velmegun gerir flesta, sem hana öðlast, andvaralausa um líf sitt. Um og eftir 1930 var ekki hægt að stjórna skólaæskunni í sveitum, vegna skorts og bölsýni, en nú er æði erfitt að halda henni vakandi við ákveðin skyldu- störf, vegna ofnægta. Foreldramir eiga þá enn meiri sök á alvöruleysinu og moll- unni en kennararnir. Hví láta foreldrar, sem lögum og venjum samkvæmt einir hafa vald yfir börnum sínum, þau ganga með fulla vasa fjár? Hví eru foreldrar þrá- faldlega að senda börnum sínum, sem dveljast á skólaheimilum í sveitum við allsnægtir, matvæli og sælgæti? Allir skyldu muna, að hóflegur barningur fyr- ir tilverunni mun líldlegasti hamingj'u- gjafinn. ★ Skólarnir hafa nú notið héraðsskólalag- anna í nær 20 ár og starfað eftir þeim. Þessi tuttugu ára reynsla getur því talað sínu eigin máli nú. Nemendur smíða og sauma miklu meira en gerist í jafnlöngum almennum skólum. Söngelskir menn í þessu landi, fá nú við og við að njóta árangurs af tímafrekri og vandasamri söngkennslu í héraðsskóla. Á skólaíþróttamótum mætir miklu hærri hundraðstala frá þeim héraðsskólum, sem annars eiga þess nokkurn kost að sækja slík mót, en frá bæjaskólunum. Fyllsta viðurkenning er fengin fyrir því, að þetta fólk sé bindindissamara en gerist um æsku skólanna yfirleitt. „Ósiðleg slys“, eru óþekkt fyrirbæri á héraðsskólaheimilunum þrátt fyrir þótt þar búi langdvölum stúlkur og piltar. Þetta er allt trúlegt, segja menn. En hver er árangur bóknámsins í skólum, sem eyða svo löngum tíma til verknáms, íþrótta, söngs og heimilisvinnu? Þetta er eðlileg spurning. Einnig hér verður reynslan að tala. Sönnun er erfitt að færa fram, en ég veit að óhætt er að fullyrða, að þeir nemendur, sem hljóta undirbúningsnám í héraðsskóla og sækja síðan sérfræðiskóla eða aðra skóla, standa þar fyllilega jafnfætis bæjaæskunni, sé miðað við álíka langa skólagöngu. Þessu mun enginn neita, sem til þekkir. Þá ber og svo vel í veiði að undanfarna daga hafa staðið yfir landspróf svokölluð. Hvað úr- lausnarefni snertir standa allir jafnt að vígi að því leyti, að þau eru hin sömu um allt land og ákveðin af landsprófsnefnd, sem situr í Reykjavík. Án þess að lokadóm- ur sé fallinn um prófið, mun mér óhætt að nefna hér dæmi frá einum héraðsskóla. Af þeim nemendum, sem höfðu lesið nægilega mikið til þess að geta gengið undir prófið, þreyttu það 61% og af þeim stóðust prófið 91%. Ég hefi enga ástæðu

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.