Freyr - 01.07.1947, Síða 26
208
FREYR
eins og fyrr greinir. Fyrra árið er megin-
áherzla lögð á bóklegt nám og handavinnu.
Síðara árið er aðal námsgrein matreiðsla
og hússtjórn. Á Hallormsstað hefir verið
lagt mikið kapp á vefnaðarkennslu, Hafa
stúlkur notið þar framhaldsnáms í vefn-
aði og tekið þaðan kennslukonupróf í
þeirri grein.
Húsmæðra og garðyrkjuskóli starfaðí á
Knarrarbergi í Eyjaf. nokkur ár; var
meiri garðyrkjukennsla þar en við hina
skólana.
Á Laugalandi í Eyjafirði var byggður
húsmæðraskóli 1937. Sama ár komu fram
frumvörp á Alþingi um húsmæðrafræðslu
almennt, um húsmæðraskóla í Reykjavík
og húsmæðrakennaraskóla. — Slík frum-
vörp voru ný á nálinni. Hið háa Alþingi
hafði látið sig litlu skipta um þessi mál.
Vöktu þau talsverða athygli en urðu eigi
útrædd. Það var ekki fyrr en 1938 að lög
um húsmæðrafræðslu í sveitum voru sam-
þykkt og 1941 um húsmæðrafræðslu í
kaupstöðum. Eftir að fræðslulögin voru
endurskoðuð í heild, voru samþykkt lög
um húsmæðrafræðslu nr. 49, 7. maí 1946
og um leið úr gildi numin lögin frá árun-
um 1938 og 1941. Nú heita þau: Lög um
húsmæðrafræðslu, og enginn greinarmun-
ur gerður á því, hvort skólinn er 1 sveit
eða kaupstað. —
Húsmæðraskóli Reykjavíkur var stofn-
aður haustið 1941. Er hann í þrem deild-
um. Heimavist er starfar í 9 mánuði. Dag-
námskeið er standa yfir í 4y2 mánuð hvort.
Kvöldnámskeið með 5 vikna námskeið-
um; er þar einungis kennd matreiðsla.
Húsmæðraskóli að Laugarvatni byrjaði
1942, hefir nú starfað í 5 ár.
Árið 1945 tók Húsmæðraskóli Akureyrar
til starfa; er það eini húsmæðraskólinn
sem enga heimavist hefur. Kennsla
hófst í húsmæðraskólanum að Varma-
landi í Borgarfirði síðastliðið haust .
Þá eru enn ótaldir tveir einkaskólar.
Skóli Arnýjar Filipusdóttur að Hverabökk-
um, stofnaður 1936 og skóli Ingibjargar
Vefnaður
Ljósm..:
Þorsteinn Jósepsson