Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1947, Page 21

Freyr - 01.07.1947, Page 21
FREYR 203 í bændaskóla. Þar fá þeir fræðslu um flest, sem viðkemur búskap og venjast notkun þeirra véla og verkfæra, sem hag- kvæmust eru. Það sem einkennir líðandi tíma er fólks- fæðin og annríkið í sveitunum. Þar hafa allar hendur meira en nóg að starfa. Sveitapiltar eiga því erfitt með að dvelja tvo vetur og eitt vor við búnaðarnám, vegna anna. En á það skal bent, að bænda- skólarnir leyfa piltum — sem hlotið hafa nokkra undirbúningsmenntun — að setj- ast í eldri deild skólanna. Þegar skóla- kerfi landsins er komið í það horf, að flest ungmenni stunda nám í unglinga- og héraðsskólum, má gera ráð fyrir því, að þeim piltum fjölgi, sem hafa þann undir- búning, að þeir geta komist af með eins vetrar nám í bændaskóla. Þá væri hægt að breyta bændaskólun- um í eins vetrar skóla með verklegu námi að vorinu, en sleppa fyrri vetrar náminu. Það fyrirkomulag álit ég að bezt myndi reynast. Bændaskólarnir þurfa að vera fljótir að taka upp í kennslu sína og starfsemi þær nýjungar, sem til gagns eru á sviði búnað- arins, og einnig ber þeim að breyta um námstíma og fyrirkomulag á kennslu, í samræmi við þær breytingar, sem almennt eru að verða á fræðslumálum þjóðarinnar, en halda ekki í fyrirkomulag, sem sniðið er við allt aðrar aðstæður en nú eru að verða. Kristján Karlsson.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.