Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1947, Side 52

Freyr - 01.07.1947, Side 52
234 FREYR vegna fjárhagslegrar velgengni. MeS öðr- um orðum: Hjálpfýsi og raungæði fólksins á svo djúpar rætur í eðli þess, að froða hversdags-naggsins hjaðnar, og eiturskeyti deyfast, þegar sá verður hjálpar þurfi, sem áður var að skotspæni hafður. Það þarf ekki alltaf mikilvæg atvik til þess að breyta afstöðu og áliti manna. Á samkomu í Þrándheimi í fyrra sumar, þar sem þúsundir manna úr sveit og kaup- stað voru saman komnir, heyrði ég borg- arstjóra Þrándheims geta þess í ræðu, að fyrir stríð hafi flest getað orðið að sundrungarefni milli borgara Þrándheims og bænda í grannsveitunum, en þegar stríðið geysaði og þrengingar surfu að, þá þvarr kriturinn og hjálpfýsi og samvinna skipuðu öndvegi. Fyrir stríð hefði það aldrei getað skeð, að sveitamenn legðu á sig sérstakt erfiði og því síður lífið í hættu, til þess að koma vistum til svangra bæjar- búa. Á hernámsárunum voru ekki til þeir leynivegir sem eigi voru troðnir og engin brögð voru óprófuð, þegar því var að skipta að vistir skorti og þeim þurfti að koma á áíangastað í borginni. Þetta voru ummæli manns, sem sjálfur var þátttakandi í leynistörfum, samtímis og hann starfaði sem opinber embættis- maður, og varð að gegna skyldu sinni hversdagslega á þeim vettvangi. „Sá er vinur, sem í raun reynist“ segir gamli málshátturinn. Sannleiksgildi hans verð- ur að teljast óyggjandi. ★ Hvernig á að fara að því að efla skilning og velvílja milli þeirra stétta, sem búa í sveitum og bæjum, við svo ólík skilyrði, sem eru á þessum stöðum? Þessari spurn- ingu hefir verið varpað fram víða um lönd og mörgum sinnum. Og ýms ráð hafa ver- ið prófuð, ráð, sem hafa reynst misjafn- lega. Tvær leiðir eru taldar öðrum líklegri til þess að efla samúð, skilning og velvilja, á milli bæjarbúans og sveitamannsins. Sú, sem talin er áhrifamest er dvöl kaup- staðarbarna í sveitum á sumrum og heim- sókn sveitabarna í kaupstaðina til stuttrar dvalar á heimilum nokkra daga á ári. Hin aðferðin er gagnkvæmar heimsóknir og stuttar dvalir húsmæðranna í sveit og kaupstað og einnig dvalir heimilisfeðr- anna, ef ástæður eru til. Þar sem slíkar heimsóknir hafa verið skipulagðar og framkvæmdar, hefir lostið upp mörgu undrunarópi af munnum gestanna vegna ókunnugleika á skilyrðum og kjörum gest- gjafanna. Konur sveitanna hafa heimsótt húsmæðurnar í borginni, fylgzt með þegar farið var í búðirnar til þess að kaupa í matinn, og tekið þátt í athöfnum þeim, sem tilheyra daglega lífinu þar. Hafa þá augu sveitakonunnar opnast fyrir því, að verðið á hlutunum, sem hún sjálf framleiðir heima á eigin búi, er svo hátt í kaupstaðnum, að stórar fjárfúlgur þarf til þess að afla þar lífsnauðsynja, sem heima í sveitinni kosta sáralítið. Enginn garður er gegn suðri, sem í verði sóttur gróandi til manneldis. Sækja verður hann í sölubúðina. Og svona er það eitt og annað, sem sveitakonunni finnst til um, það, er stall- systir hennar í bænum verður að sæta. Svo kemur húsmóðirin í borginni í heim- sókn upp í sVeit og sér með eigin augum hvernig lífið og starfið þar fer fram, og bezt verður það skilið þegar tækifæri gefst til að taka þátt í starfinu. Margt sér bæj- arkonan það, sem hún áður áleit að aðeins þyrfti hendi út að rétta til að afla. Mjólk- in kemur ekki sjálfkrafa í könnuna og lambið kemur ekki sjálft upp á borðið svo að af megi skera kjötbita. Erfiði verður á

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.