Freyr - 01.04.1949, Síða 18
116
FREYR
ist kúnni þá fara dagversnandi, og var
slátrað fyrir miðjan apríl. Lungun voru
strax send til rannsóknar, en ekkert þótti
athugavert við önnur líffæri.
Lungnalýsing: Þau eru mjög stór og þung,
vega 10.8 kg., í heild ljósrauðleit, með nokkuð
venjulegum lungnalit. Misstórir flekkir með ör-
smáum loftbólum eru á víð og dreif um yfir-
borð lungnanna. Þar sem loftbólurnar eru, er
liturinn ljósgulleitur, en dekkri hlutar á milli.
Á skurðfleti sést þessi litarmunur ekki greini-
lega. Hvergi finnst í lungunum afmörkuð ígerð,
eða neinskonar bris eða hnútar.
í lungnapípunum finnst talsvert af glæru,
þykku slími, en ekkert sést á slímhúðinni.
Lungnaeitlarnir eru greinilega mun stærri en
vant er, og mikið af loftbólum innan í þeim
undir yfirborðsþekjunni.
B. Úr Gnúpverjahreppi:
Kýrin hafði átt sex kálfa, alltaf verið
hraust, fóðrazt vel, mjólkað sæmilega og
haldið nokkuð nytinni. Eftir nýjár 1948
hætti hún að éta fulla gjöf. Heyin voru
slæm, og bóndinn gaf henni nú betra hey
og fóðurbæti, og virtist hún hressast í
nokkrar vikur. í febrúar fór hún aftur að
missa lyst og heldur að leggja af, þrátt
fyrir gott hey og mikla mélgjöf. Jafnframt
fór að bera á stöðugt vaxandi mæði, svo-
litlu hóstakjöltri, og fyrir kom, að slím virt-
ist í hálsi hennar. Kýrin geltist nokkuð,
aðallega í apríl, og hrapaði nytin að mestu
úr kúnni á þremur vikum. Jafnframt hríð-
horaðist hún og var því slátrað snemma í
maí.
Ekki bar á neinni skemmd nema í lungum,
en þau voru strax send til rannsóknar. Lung-
un voru mjög stór og vógu 10 kg. Þau voru að
útliti mjög lík lungunum, sem fyrr er lýst.
Lungnaeitlarnir voru greinilega stærri en
vant er, og mikið um loftbólur innan í þeim.
Dálítið af seigu slími var í lungnapípum, en
ekkert fannst athugavert við slímhúðina.
C. Úr Álftaneshreppi:
Kýrin var 6—7 vetra, góð og hraust
mjólkurkýr. Seint í marz 1948 kom í hana
ólyst. Fyrst hætti hún alveg að éta 1—2
sólarhringa, náði sér aftur, en síðan óx
ólystin smátt og smátt. Fóðurbætinn át
hún þó alltaf. Jafnframt fékk hún mæði,
sem fór hægt vaxandi. Við öndunina
belgdist kviðurinn annað slagið upp, og
var öndunin þung og erfið, en ekki tíð.
Holdin smá-dróguzt af kúnni á tveim
mánuðum, og mjólkin minnkaði í sam-
læmi við minnkandi át, eða úr 10 mörk-
um niður í 4.
Þegar kýrin lá, stundi hún annað slag-
ið, um leið og hún belgdist upp, en stunið
var ekki áberandi. Veikur hósti kom ein-
staka sinnum, líkt og hún þyrfti að hreinsa
hálsinn, en tækist það varla. Aldrei sást
neitt koma fram úr henni.
Kúnni var slátrað síðast í maí, þar eð
bóndinn hélt, að hún myndi ekki þola um-
skiptin, er hún væri sett út, en auk þess
lagði hún ört af.
Við slátrun komu í ljós óvenjulega útþanin
lungu, en annað sást ekki á líffærunum. Lung-
un voru 8.66 kg. á þyngd. Vefurinn var víða
ljósgulur, en nokkuð dekkri á milli. Mikið var
um loftbólur, sem var óreglulega dreift um yf-
irborðið, en sáust verr á skurðfleti. Eitlar voru
stórir og talsvert um smá loftbólur innan um þá.
í lungnapípum var dálítið af þykku slími, að-
allega neðst i barka. Slímhúðin í pípunum virt-
ist þó eðlileg.
D. Úr Andakíl:
Kýrin var 6 ára, hafði átt 4 kálfa, þrif-
izt vel og mjólkað frekar vel. Snemma í
apríl 1948 fór hún að leggja af hægt og