Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1958, Page 7

Freyr - 01.10.1958, Page 7
REYKJAVÍK, OKTÓBER 1958 FÉLAGSTÍÐINDI STÉTTARSAMBANDS BÆNDA Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 Árið 1958 var aðalfundur Stéttarsambands bænda settur í Bifröst í Borgarfirði miðviku- daginn 3. september kl. 10.30. Formaður sam- bandsins, Sverrir Gíslason í Hvammi, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar- starfa. Formaður nefndi til fundarstjóra Jón Sig- urðsson á Reynistað. Tók hann þá við fund- arstjórn. Fundarstjóri hóf þá störf sín með því að leggja fram þessa tillögu frá stjórn sambands- ins: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn í Bifröst 3. og 4. sept. 1958, lýsir yfir fullum stuðningi við ákvörðunina um 12 mílna fiskveiðalandhelgi íslands og skorar á stjórnarvöldin, meðal annars vegna atburða síðustu daga, að halda á þessu máli með gætni og fullri einurð," Tillagan var samþykkt í einu hljóði. Fundarstjóri kvaddi síðan til varafundar- stjóra Sigurð Snorrason á Gilsbakka, en til fundarritara séra Gísla Brynjólfsson og Guðm. Inga Kristjánsson. Á fundinum voru mættir þessir fulltrúar: Úr Gullbringusýslu: Erlendur Magnússon, Kálfatjörn. Einar Halldórsson, Setbergi. Kjósarsýslu: Ólafur Bjarnason, Brautarholti, Einar Ólafsson, Lækjarhvammi. Borgarf jarðarsýslu: Eyjólfur Sigurðsson, Fiskilæk, Þórir Steinþórsson, Reykholti,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.