Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 23

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 23
FRE YR 319 Skemma og smiðja frá 1908. Næsti nágranni við nýja verkfærahúsið var sýning áhaldanna, sem notuð voru fyrir 50 árum. Þessi deild var ein vinsæl- asta deild sýningarinnar og alltaf full af fólki. Skúli Helgason safnvörður sá um þessa deild og gerði hana vinsæla. Skúli Helgason hafði sjálfur hlaðið þarna upp afl í smiðju og gengið frá öllu eins og í gamla daga. Þarna var mikill fjöldi alls- konar áhalda frá aldamóta tímanum. Yngra fólkið var þyrst í þennan fróðleik og þeir eldri mættu þarna gömlum kunningjum. Landnám ríkisins. Landnám ríkisins sýndi líkan af tveimur nýtízku nýbýlum, sem margir höfðu gaman af að skoða. Hér var mikill fróðleikur í töfl- um og línuritum um nýbýlastofnanir og bú- skap á þeim. Alls munu hafa verið stofnuð 115 nýbýli á sambandssvæðinu. Heimilisiðnaðarsýningin. Á henni var margt fagurra muna og sann- ar það, að fólk býr til margt fagurra hluta í frístundum. Mest var þarna af allskonar útsaumi, hannyrðum og vefnaði. Mikla at- hygli vöktu þarna heimasmíðuð tæki eins og spunavél þeirra Gests og Kristjáns í Villingaholti, vefstóll þeirra Sigurjóns og Gests í Forsæti og spunarokkur fundinn upp af Sigurjóni í Forsæti. Þessi deild var mjög vinsæl og mikið skoðuð af sýningargestum. Frú Ólöf Sig- urðardóttir á Selfossi veitti henni forstöðu. Sýningar iðnfyrirtækja. Mörg verzlunar-, iðnaðar- og framleiðslu- fyrirtæki sýndu þarna vörur sínar. Slátur- félag Suðurlands sýndi þarna sínar glæsi- legu vörur í stóru kæliborði og höfðu sumir sýningargestir orð á því, að þeir yrðu svang- ir af að horfa á þetta allt. Mjólkurbú Flóamanna sýndi allskonar mjólkurvörur og sælgæti unnið úr mjólk, osta af ótal gerðum o. s. frv. Það sýndi líka líkan af hinu glæsilega nýja mólkurbúi, sem er langt komið að byggja. Hér voru einnig töflur yfir magn mjólkur og mjólkurvara síðan búið tók til starfa. Frá alifuglasýningunni. Iðnaðardeild SÍS hafði stóra sýningu á framleiðslu sinni. Gefjun sýndi dúka og föt, Iðunn skinnavörur og skó og Hekla vinnu- föt o. s. frv. Rafha, Hafnarfirði, sýndi rafmagnstæki. Plastiðjan, Eyrarbakka, sýndi einangr- unarefni. Kaupfélag Árnesinga sýndi eldhússinn- réttingu og hurðir, útidyra og innan húss. Úti sýndi K. Á. jeppayfirbyggingu, heyvagn og súgþurrkunarblásara o. fl. Efnagerð Selfoss sýndi sótthreinsunar- vökva. Goðaborg h.f. sýndi byssur og ýmsar smá- vörur. Kosangas h.f. sýndi margskonar tæki til notkunar við Kosangas. Steingerð h.f., Hveragerði sýndi sínar vörur úti, steypta steina af mörgum gerð- um, hellur og rör úr steini. Búvélasýningin. Eftirtalin fyrirtæki: Véladeild SÍS, Drátt- arvélar h.f., Glóbus h.f., Bergur Lárusson, Hamar h.f., Everest Trading Company og Keilir h.f., sýndu landbúnaðarvélar sunnan við húsið og á túninu. Sýndu þessi fyrir- tæki það sem þau hafa á boðstólum af vél-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.