Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1958, Qupperneq 38

Freyr - 01.10.1958, Qupperneq 38
334 FREYR Guðbjörg Á. Þorleifsdóítir í Múlakoti Fædd 27. júlí 1870. Dáin 27. júlí 1958 Guðbjörg í Múlakoti er horfin af sjónar- sviðinu, háöldruð kona, löngu landskunn fyrir afrek sín á sviði skrúðgarðaræktunar. Um síðustu aldamót bjó hún með manni sínum Túbal K. Magnússyni í Múlakoti í Fljótshlíð, milli Eyvindarmúla og Hlíðar- endakots. Þá var tvíbýli í Múlakoti, eins og nú og bjuggu þau Guðbjörg og Tubal í vest- urbænum, en Árni Einarsson og Þórunn Ólafsdóttir i austurbænum. Þá var lítið gert að skrúðgarða- og trjárækt á bónda- bæjum hér syðra. Handan við stórvötnin, Þverá og Mark- arfljót blasir Eyjafjallajökull við frá Múlakoti með sínum hvíta skalla og hrika- legum giljum við rætur hans. Eru mörg þeirra stórkostleg og fögur. Frægast þeirra er Nauthúsagil, vegna hins mikla reynivið- ar sem vaxið hefur í mannsaldra á barmi þess, við gamalt fjárból og dregið næringu til sín úr því. í Nauthúsagil kom Eyjólfur bróðir Guð- bjargar einu sinni sem oftar og sá þar litla reynihríslu, sem var að teygja sig upp úr grasinu við gilið. Hann tók hana með rót og reiddi hana heim að Múlakoti og gaf systur sinni. Lítil gjöf, en lagleg, myndu víst einhverjir hugsa eða segja. En með þessari litlu hríslu hefst eigin- lega saga Guðbjargar í Múlakoti og nú eru víst ekki margir hér á landi sem ekki kann- ast við þetta nafn. Guðbjörg tók við ang- anum litla og gróðursetti hann fyrir sunn- an bæjardyrnar og girti um hann og hann dafnaði vel, því móðurlega umhyggju fyrir öllu smáu og veikbyggðu hafði hún hlotið í vöggugjöf. Guðbjörg sótti síðar fleiri reyniplöntur í Nauthúsagil og þær döfn- uðu vel — og hjónin í austurbænum fóru að dæmi Guðbjargar og gróðursettu reyni og björk fyrir framan bæinn hjá sér. Á fyrsta áratug aldarinnar lagði Ásgrímur Jónsson málari leið sína austur í Fljóts- hlíð, og lá þá oft við í Múlakoti. Á sumum landlagsmyndum hans frá Múlakoti, má sjá hve hátt reyniviðimir voru farnir að teygja sig upp á þessum árum. Trén fóru að bera fræ og Guðbjörg fór að ala upp ungviði og stækkaði garðinn sinn smám saman og trjágarðarnir við vestur- og austurbæinn fóru að setja svip á umhverf- ið — og það var fallegur svipur. Húsfreyjur og húsbændur á öðrum bæj- um í Hlíðinni komu og fengu hríslur hjá Guðbjörgu og gróðursettu þær heima hjá sér og trjálundir tóku að vaxa upp víðar — og raunar út um allt land og mátti víðast rekja upphaf þeirra að Múlakoti. Guðbjörg var ekki lærð garðyrkj ukona, en henni var sú umhyggja fyrir öllu smáu og veikbyggðu í blóðið borin, sem stendur öllum lærdómi ofar, og því óx og þroskaðist allt sem hún fór höndum um. Eftir að vegakerfi landsins tók að vaxa og einkum eftir að bílar komu til sögunn- ar, lagði sægur ferðafólks leið sína austur í sveitir og flestir þeirra fóru í Fljótshlíð- ina, að Múlakoti, og frægð Guðbjargar óx og barst um landið allt. Geysilegur mannfjöldi kom að Múlakoti og fór þaðan heim með ljúfar minningar um garðinn hennar Guðbjargar og hana sjálfa. Hún hlaut verðskuldaða viðurkenningu fyrir

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.