Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1958, Qupperneq 44

Freyr - 01.10.1958, Qupperneq 44
340 FRE YR Þyngdarbreytingar á lömbum. I Bretlandi var fyrir skömmu gerð athugun á þyngdar- breytingum á lömbum af Merinókyni fyrstu 36 klst. eftir fæðinguna. I ljós kom, að lömbin léttust um 260 gr. við að þorrna. Áhrif þess aff rýja þrisvar. I Þýzkalandi hefur verið gerð athugun á því hvaða áhrif bað mundi hafa, að rýja sauðfé þrisvar á ári. At- hugun var gerð á 180 lömbum. Þeim var skipt í 2 hópa. Annar hópurinn var rúinn í desember, maí og september, en hinn í marz og september. Þetta gaf lítinn mun í ullarmagni, en þó var ögn meiri ull af þeim lömbum, sem klippt voru þrisvar. Bretar flytja út búvélar fyrir 5 milljarffa króna á þessu ári. Framleiðslu búvéla hefur mjög aukizt á Bretlandi á síðari árum, og er nú orðin að stóriðnaði, sem er veiga- mikill þáttur í ernahagslífi þess lands. Fáar þjóðir hafa vélvætt landbúnað sinn meir en Bretar. Auk þess sem Bretar eru sjálfum sér nógir um búvélar, flytja þeir mikið út af þeim. Einkum hafa brezkar dráttarvélar getið sér gott orð á heimsmarkaðnum. Heildarútflutningur á dráttarvélum nam 115.000 vélum árið 1957 og er það nýtt met. Þetta er um 50% meira en aðalkeppinautar Breta, Amerikumenn og Þjóðverjar, fluttu út samanlagt á því ári. Nautgripasýningar voru í sumar haldnar á Vesturlandi, á svæðinu frá Hvítá í Borgarfirði að Hrútafjarðará. Stóðu þær yfir í sex vikur í júní cg júlí. A svæðinu voru sýndar í 23 félög- um 1115 kýr og 35 naut, eða 1150 nautgripir alls. Af kúnum hlutu 53 I. verðl., 180 II. verðl., 332 III. verðl. og 550 engin. Af nautunum hlaut eitt I. verðl., 23 II. verðl. og 11 engin verðlaun. Formaður dómnefnda á öll- um sýningunum var ráðunautur Búnaðarfélags íslands nautgriparækt, Olafur E. Stefánsson. Afkvæmasýningar á nautum voru haldnar á nokkrum stöðum í S.-Þingeyjarsýslu, Eyjafirði og Skagafirði s.l. sumar. Skilyrði fyrir því, að slíkar sýningar séu haldnar eru þau, að auk nautanna séu sýndar a. m. k. 12 dætur hvers þeirra og að þær hafi borið a. m. k. einu sinni, enda liggi fyrir skýrslur um afurðir þeirra. Alls voru sýndar 149 kýr á þessum sýn- ingum. Við ákvörðun á kynbótagildi nautanna var tekið tillit til allra sýndra dætra þeirra, en auk þess eru at- hugaðar afurðir systrahópanna, bæði mjólkurmagn og mjólkurfita og nær sú athugun til allra skráðra dætra hvers nauts, án tillits til þess, hvort þær eru sýndar eða ekki. ÖIl nautin, sem sýnd voru nú á Nr.rðurlandi, höfðu áður hlotið II. verðlaun á venjulegum nautgripasýning- um. Aðeins eitt þeirra var viðurkennt sem I. verðlauna naut að þessu sinni, enda eru kröfur til þeirra verðlauna að sjálfsögðu strangar. Þetta naut var Rauður N 46 í Reykdælahreppi í S.-Þingeyjarsýslu, sonur Loftfara N 6 úr Hrunamannahreppi, en e^cfirzkur í móðurætt. Biðdóm varðandi I. verðl. fengu 3 naut: Kolur N 56 í Reykdælahreppi, og tveir synir Kols N 1, í Eyjafirði, þeir Funi N 48 og Ægir N 63. Þröngt fyrir dyrum hjá dönskum bændum. Verðlag hefur fallið mikið á ýmsum dönskum búvörum að undanförnu. Það kemur fram í síðustu skýrslum um hag danska landbúnaðarins, að reikningsár 1957—1958 hefur verið dönskum bændum þungt í skauti; verðlagið hefur orðið þeim sífellt óhagstæðara. Á heimsmarkaðnum er meira en nóg framboð á þeim búvörutegundum, sem Danir flytja mest út af, og þetta hefur Ieitt til þess, að verðið hefur lækkað mikið; á sumum tegundum mjög mikið. Borið saman við árið á undan, hefur meðalverð á búfjárafurðum lækkað um 13% og á gróðurafurðum um 10%. I þessu sambandi má geta þess, að verð á mjólk var lækkað um 14%, smjörverðið um 28%, verð á slátur- svínum um 17% og verð á grísum um 26%. Eggjaverðið hækkaði á hinn bóginn ofurlítið, eða um 4%, undanrenna hækkaði um 2% og kartöflur um 13—19%. Meðal verð- fall á öllum búvörum var 13%. Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. - Útgáfunefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. ■ Ritstjóri: Gisli Kristjdnsson. ■ Ritstjóm, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 19200. BUNAÐARBLAÐ Áskriftarverð FREYS er krónur 75.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.