Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.2004, Side 4

Freyr - 15.12.2004, Side 4
Skáney, hrossaræktarbú í fremstu röð á Vesturlandi Skáneyjarbúið hefur tvisvar, 2001 og 2004, verið valið hrossaræktarbú ársins á Vesturlandi Viðtal við Birnu Hauksdóttur og Bjarna Marinósson á Skáney í Reykholtsdal Birna og Bjarni á Skáney stunda kraftmikinn bú- skap á jörð sinni, ásamt Hauki, syni sínum, þar sem mjólkurframleiðslan er uppi- staðan í afkomunni en hrossa- ræktin veitir mesta lífsfyllingu. Hvar sem borið er niður á bæn- um blasir við mikill drift og dugnaður fjölskyldunnar, bygg- ingar allar eru með myndarbrag og áhuginn á hrossarækt leynir sér ekki; myndir á veggjum og fjöldi verðlaunagripa og verð- launapeninga prýða heimilið. Ég bið þau fyrst að segja á sér deili en að öðru leyti kemur ekki sérstaklega fram hvað er eftir hvoru þeirra haft. Bjarni'. Ég er fæddur 4. mars 1949 og uppalinn hér á Skáney. Foreldrar mínir eru Vilborg Bjarnadóttir, dóttir Bjama Bjama- sonar, bónda og organista hér á Skáney og Helgu Hannesdóttur konu hans, en faðir minn var Mar- inó Jakobsson, Húnvetningur að ætt, úr Miðfirði. Hann lést 1989. Ég gekk hér inn í búskapinn með foreldrum mínum árið 1976, en var búinn að starfa við hann frá því ég gat eitthvað, en við Bima tókum svo hér við búi árið 1980. Birna: Ég er fædd 31. október 1948 og uppalin í Reykjavík. Móðir mín er Þómnn Lámsdóttir ffá Káranesi í Kjós. Hún var m.a. um 20 ára skeið framkvæmda- stjóri Ferðafélags íslands. Faðir minn var Haukur Bjamason, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins í rúmlega 50 ár. Hann starfaði í áratugi í fé- lagsmálum íþróttahreyfíngarinnar. Var mikill Armenningur. Hann var fæddur í Reykjavík en foreldr- ar hans komu austan úr Meðal- landi og úr Biskupstungum og Hreppunum. Hann lést 2001. Þegar leiðir okkar Bjama lágu fyrst saman, sem var á ársþingi Landssambands hestamannafé- laga árið 1977, bjó ég í Reykjavík, átti hesthús í Viðidalnum, nokkur hross, reið mikið út. Hingað flyt ég í júní 1980. Við eigum tvö böm, Vilborgu f. 1983, sem rekur hársnyrtistofu í Reykjavík og Hauk f. 1981, sem vinnur að búinu með okkur, aðal- lega við tamningar. Auk þess á ég dóttur, Bryndísi f. 1967, sem býr með fjölskyldu sinni á Suðureyri við Súgandaljörð. Þau reka gröfu- þjónustu ásamt fleiru. Þau stunda hestamennsku þar og em á kafi í félagsmálum og pólitík. Hvernig bú rekið þið svo hér? Þegar við tókum við var hér blandað bú, með kýr, kindur og hross. Fjósið var frá 1975 og var að fyllast. Um þetta leyti var ver- ið að setja kvóta á mjólkurffam- leiðslu og sauðijárrækt. Við breyttum sauðfjárkvótanum i mjólkurkvóta og fylltum fjósið af kúm. Við höfum þó alltaf átt Bjarni Marinósson og Birna Hauksdóttir á Skáney. (Freysmynd). 14 - Freyr 11-12/2004

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.