Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.2004, Qupperneq 7

Freyr - 15.12.2004, Qupperneq 7
göngu á hrossum fæddum á okkar búi. Bjarni: Arið 1970 var ég í 3ja sæti á Landsmóti með 5 vetra hryssu, Nös og á LM 1974 var Glóð í 6. sæti í flokki 6 vetra hryssna og eldri. A LM í sumar var Haukur með rauðblesótta B. fl. hestinn, Garp f. Skáney í eigu Bimu og tengda- sonar hennar og Bliki f. Skáney, rauðblesóttur, í eigu Hauks, var í keppni í ungmennaflokki fyrir Faxa, knapi á honum var Elísabet Fjeldsteð í Ferjukoti. Hafa viðhorf til hestamennsk- unnar verið að breytast í áranna rás? Bjarni: Já, maður gekk í gegn- um mikla breytingu í hesta- mennskunni upp úr 1970, bæði hvað varðaði reiðmennsku, beisl- isbúnað og fleira. Þá var farið að halda reiðnámskeið að erlendri fyrinnynd og ýmsar nýjar hug- myndir kynntar, sem menn til- einkuðu sér að hluta eða í öllu leyti. Reiðmennskan er orðin betri, uppeldið er orðið frábært. Stóð- hestastöðin í Gunnarsholti breytti heilmiklu um uppeldið á hrossum meðan hún var starfrækt. Þar sáu menn hvemig átti að ala upp stóð- hesta. Annars breytti rúlluvæðingin mestu hvað varðar útifóðmnina og auðveldaði hana. Reyndar eru til dæmi þess að hross hafi offóðr- ast á útifóðrun vegna góðs að- gangs að rúllunum. Eru nokkrar hætturfyrir hross á útigangi eins og þegar kýr gleypa baggabönd eða eitthvað annað? Þetta á líka við um hrossin en þó með öðmm hætti. Einmaga dýr, eins og hross, þolir betur að gleypa plast heldur en fleinnaga- gripur eins og kýr, sem jórtrar. Varðandi hross á útigjöf er nauðsyn- legt að þau hafí að- gang að rennandi vatni, og best er að gefa daglega. Ef við setjum okkur í spor hestsins, vilj- um við þá fá viku- skammt af mat á diskinn í einu? Al- deilis ekki. Við viljum nýtt daglega og eins er það með hrossin. Þannig er líka best að fylgjast með hvemig hross- in þnfast. En Islendingar hafa lika verið að fara til Þýska- lands til að vinna á hestabúgörðum og að temja. Já, það er tölu- vert um það. Þjóðverjar hafa bæði kennt íslendingum og lært af þeim. Svo koma hingað til Islands, strákar og stelpur og em um tíma. Við höfúm haft hér ungt fólk í nokkra mánuði í senn, frá Færeyj- um, Þýskalandi, Svíþjóð, Dan- mörku, Sviss og franska stelpu, hún kom til að læra um íslenska hestinn sem hún hafði bara séð á ljósmynd. Hún var í frönskum bændaskóla og kom í verknám með hross sem valfag. Sænsk stelpa var hér í verknámi frá land- búnaðarskólanum í Ilstad. Allt kemur þetta fólk vegna áhuga þeirra á íslenska hestinum. Það opnar sína veröld fyrir okkur og lærir vonandi eitthvað nýtt af okk- ur í staðinn. Árin 1988 - 1992 voru hér verknámsnemar frá Hól- um. Hrossasalan? Já, við seljum bæði innanlands og til útflutnings. Það er áberandi Hestamyndir prýða veggi á Skáney. (Freysmynd). að gerðar eru miklu meiri kröfur en áður til hrossanna sem stafar bæði af því að þekking á hrossum hefur aukist mikið sem og sam- keppni á markaðnum. Það er nú liðin tíð að menn komi og kaupi sér fola á ijórða vetur, kannski 2ja mánaða taminn. Gripimir þurfa núna að vera miklu meira tamdir og riðnir. Viðskiptavinurinn er úr þéttbýli og sömu kaupendumir koma aftur og aftur, sem er frá- bært. Þá hafa hrossin reynst vel, sem þeir keyptu fyrst. Sumir hafa mjög ákveðnar skoðanir á þeim kostum sem hrossin þurfa að hafa. Svo er reyndar allur gangur á þessu. Það kom t. d. hingað stúlka fyrir nokkrum ámm, að hausti til, sem vildi kaupa B-flokks keppnishest en það fór þannig að hún féll fyrir ótömdum 4ra vetra fola. Hann var svo taminn hér til áramóta og gerður vel reiðfær og lofaði ágætu. Henni gengur vel með Freyr 11-12/2004 - 7 |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.