Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 9

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 9
Bjarni og Birna á Fjórðungsmóti Vesturlands á Kaldár- melum 1992. Bjarni situr Bliku og Birna Grisju frá Skáney en þær eru systur. milljónir kr. að koma upp tollað- stöðu í Þórshöfn. En hrossin sem fara til Færeyja eru of fá til þess að það sé réttlætanlegt. Nú fer hrossið í flugi til Billund í Danmörku, er þar í viku í sóttkví og þangað sækir færeyskur kaup- andi það, í Norrænu með bíl og kerru, allt sótthreinsað og fer síð- an heim aftur með Norrænu og aftur allt sótthreinsað. Þama er nú verk að vinna fyrir Jónas umboðs- mann. En það er gaman að eiga við- skipti við Færeyinga. Þeir em óstressaðir og þægilegir í öllum samskiptum. Lausir við allan tepmskap. Þeir em yfirleitt vel ríðandi. Við höfum farið tvisvar þangað á hestamót og það var mjög gaman. Það hafa líka komið Færeyingar og dvalið hjá okkur um tíma. Flest er þetta ungt fólk, undir fimmtugu. Hvert er svo verð á hestum um þessar mundir? Það er ákaflega breytilegt og gemr verið frá 250 þúsund kr. og upp úr. Það fer eftir hæfileikum og getu hestsins. Þegar hross er orðið keppnishesmr þá hækkar verðið enda er hann þá búinn að sýna getu sína. 4ra vetra hesmr, 2ja mánaða taminn kostar kr. 280. 000, það er beinn kostnaður, og eftir því sem hesturinn er ódýrari er eitthvað meira að honum, segir Bima. Það er líka mikill munur á hvort verið er að selja kynbóta- hryssu eða reiðhryssu. Undan mörgum reiðhryssum á ekki að rækta. Svo einfalt er það. Hvernig er afkoman í hrossa- rœktinni? Það hagnast enginn bara á hrossarækt hér á landi í dag, hvorki við né aðrir. Hér áður þá stóð þetta betur undir sér, en breytingin varð upp úr 1990, þá var fólk hvatt af Bændasamtökunum til að fjölga hrossum og fara út í hrossarækt og hrossasölu sem bú- grein með öðmm búskap. Þá fóm að koma miklu fleiri gripir á markað og það pressaði verð- ið niður. Það er ekki því að leyna að oft hafa verið miklar væntingar hjá hrossaræktend- um og síðan mikil vonbrigði þegar gripurinn stendur ekki undir vænt- ingum. En galla- gripi og hross, sem maður vill ekki ríða sjálfur, á að fella en ekki selja ódýrt. Það er eng- um gerður greiði með því. Það þarf alltaf eitthvað ann- að til að borga tap- ið. Það em margir þéttbýlisbúar komnir með sína eigin rækmn. Ein meri annar alveg endumýjuninni hjá einni ijölskyldu, með folaldi á hveiju ári. Sjáið þið fram á að ajkoman batni í greininni? Það er hætt við að svipað ástand verði áfram. Afkoman þarf að vera sýnilegri. Það er fjöldinn all- ur af fólki, sem er að rækta, temja, og selja hross, sem greiða ekki búnaðargjald, og þar af leiðandi ekki neitt til búgreinarinnar. Það virðast bara vera nokkrir bændur sem gera það. Hvemig getum við farið fram á opinber framlög og að búgreinafélagið geri eitthvað fyrir hrossaræktendur ef við sýn- um ekki rétta hlið á þessu? Félag- ið hefur ekki peninga til neins. Ég skil ekki hvers vegna þetta fær að vera svona ár eftir ár. Við fengum peninga í umboðsmann- inn og það eigum við að nýta okk- ur. Nú er lag. En það er enginn bilbugur á ykkur í hrossabúskapnum? Nei, aðalatriðið er að hún gefur okkur mikið, hún er partur af lífi okkar og því umhverfi sem við lif- um í og höfum valið okkur. Bjami Þegar ég var uppi á mitt besta þá vann ég fullan vinnudag og svo tamdi maður í frítíma sín- um og það eimir svo sem eftir af því enn. Meðan maður hafói fulla krafta þá gekk þetta nokkuð upp peningalega ef maður reiknaði sér ekki allan vinnutímann. Svo breyttist þetta þegar hross- unum fjölgaði og maður fór að Freyr 11-12/2004 - 9|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.