Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 10

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 10
Þórunn Birna Bjarnadóttir, barnabarn Birnu á Skáney, á Garpi. Myndin er tekin á Firmakeppni á Faxaborg 2004. ráða mannskap með í verkin og í tamningamar. Við höfurn lítið gert af því um árabil og það kom fram á árangrinum en nú er Haukur kominn í þetta og sinnir nánast eingöngu hrossunum á vetuma. Hér áður fyrr sýndum við flest all- ar hryssur, sem tamdar vom, en það er alls ekki gert í dag. Dómsskalinn er ekki byggður upp fyrir ung og lítið tamin hross. Þau þurfa helst að vera margra ára tamin en við temjum hryssurnar okkar ungar og sýnum bara þær bestu. Ekki hinar. Þetta gera fle- stallir hrossaræktendur í dag og það skekkir mjög kynbótamatið þegar bara kemur fram það besta undan stóðhestunum til dóms. Því miður er þetta staðan í dag. Dómar yrðu trú- verðugri ef hryss- ur yrðu bara sýnd- ar 4-5-6 vetra og stóðhestar 4 og 5 vetra. Þá fengj- um við réttari kynbótaeinkunnir á hrossin. Eftir margra ára tamn- ingu er búið að fela ýmislegt sem kemur svo upp þegar hrossið fer í ræktun. Birna: Hér á bænum á hver sín hross, en við eig- um börnin og kýmar saman. Að vísu eru hrossin öll í einu lagi á skattaskýrslunni! Bjarni: Börnin eignuðust hvort sitt merfolald í tannfé en þegar þær komust á tamningaaldur reyndust þær bara ekki nógu vel svo að ég hafði kaup við þau og lét þau hafa sitt hvora 1. verðlauna hryssuna sem þau hafa siðan alið undan. Þetta eru þær Rönd og Hviða. Við emm annars með heima- síðu á Netinu þar sem hægt er að fá upplýsingar um allt sem snýr að hrossarækt okkar. Slóðin er: www.skaney.is Hvað eru trippin orðin gömul þegarþið áttiðykkur á hœfileikum þeirra? Með sum hross er maður búinn að sjá þetta á folaldinu, jafnvel mjög ungu. Þá er það sett á eða því fargað, maður sér hreyfmgam- 110 - Freyr 11-12/2004 ar og vöðvabygginguna, þ. e. hvemig gerð vöðvanna er. Svo veltur þetta líka á tamning- unni. Þá kynnist maður gripnum og fmnur hvort maður vill eiga svona grip. Ef ekki er hann felld- ur. Þið hafið komið nokkuó nálægt félagsmálum tengdum hrossa- rœktinni? Bjarni: Eg gekk í Hestamanna- félagið Faxa hér í Borgarfirði árið 1968 og var þar nokkuð virkur fram undir 1985, sat nokkrum sinnum á landsþingi LH fyrir það með meim. A Vesturlandi var svo stofnuð Vesturlandsdeild Félags hrossa- bænda árið 1975 og ég var þar í stjóm nokkur ár. Arið 1993 varð ég svo fonnaður Hrossaræktar- sambands Vesturlands og er það enn. Þessa dagana erum við að kynna stóðhestana sem verða til notkunar á Vesturlandi sumarið 2005 og er slóðin þar www.hross- vest.is Þar eins og venjulega er að finna marga af bestu hestum landsins. Birna: Eg var í stjóm Hesta- mannafélagsins Harðar í Kjósar- sýslu í mörg ár, meðan ég bjó í Reykjavík. Árið 1991 fór ég i stjórn Vesturlandsdeildarinnar, eftir að Bjami hætti þar, og hef verið gjaldkeri þar síðan. Svo var ég gjaldkeri Félags hrossabænda í 9 ár 1988-1997. Þar tel ég að ég hafi fengið mína bestu félags- málaskólun og lærði fljótt að greina aðalatriði frá aukaatriðum þegar ég starfaði með Einar á Syðra-Skörðugili, séra Halldóri Gunnarssyni í Holti, Þóri á Lækjamóti, Grími Gíslasyni, Bergi í Hólmahjáleigu o.fl. Allir þessir menn era miklir félags- málamenn og liggja ekki á skoð- unum sínum. Alltaf vora þeir að vinna fyrir íjöldann. Þá var ég 1. varamaður í Fagráði í hrossarækt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.