Freyr

Volume

Freyr - 15.12.2004, Page 11

Freyr - 15.12.2004, Page 11
Birna og Haukur með hryssuna Grímhildi, á 4. vetur, á milli sín i hesthúsinu á Skáney. (Freysmynd). mörg ár og sat þar fundi. Þá er ótalið hér svo sem hreppsnefnd (1986-94), kvenfélag (frá 96) og hreppabúnaðarfélagið (frá 2004) Þetta hefur nú svona tekið hvað við af öðru. Annars hef ég nokkurt aukastarf með búskapnum. Ég færi bókhald og geri skattaskýrslur fyrir 30-40 aðila og einstaklinga með rekstur. Tíminn frá kl. 1 til 6 á daginn fer yfirleitt í þetta. Janúar til maí og seinni partur af ágúst er líka vinnufrekur í bókhaldinu. Þetta eru miklar vinnutamir. Ég lærði bókhald í Verslunarskólanum á sínum tima og endurskoðun seinna eftir það og vann við bók- hald í Reykjavík þangað til ég flutti hingað. Ég hef alltaf verið hálfgerður pappírsfikill. Svo tek ég á móti pöntunum á hrossaslátrun af öllu Vesturlandi, frá Hellisheiði í Hrútafjarðarbotn, en sú slátrun fer nú fram á Hvammstanga. Ég hef annast þetta í 15 ár íyrir Félag Hrossa- bænda og Kjötframleiðendur ehf. Hafið þið fylgst með starfi Um- boðsmanns íslenska hestsins? Já, það er afar jákvætt að stofn- að hafi verið til þess starfs og við eigum að styðja vel við bakið á honum. Það sem okkur vantar fyrst og fremst núna, einkum fyr- ir Ameríkumarkað, eru fræðslu- bæklingar og framboð á kennslu í í öllu sem varðar hestinn. Vænt- anlegur kaupandi þaðan þyrfti helst að koma á vikunámskeið, t.d. á Hólum eða Hvanneyri, þeg- ar hann kaupir hest, þar sem hon- um væri einfaldlega kennt á grip- inn. Vandamálið hjá þeim er að þeir kunna of lítið á kosti hests- ins, um fóðrun og umhirðu, þ.m.t. járningar. Þetta þurfa að vera hnitmiðuð reiðnámskeið með þessu öllu inniföldu. Það er svo erfitt fyrir reiðkennara og tamn- ingarfólk að komast inn í Amer- íku sem slíkir að við verðum bara að snúa dæminu við og fá kaup- enduma hingað og koma þekk- ingunni til skila hér. Kaupendur í Ameríku virðast stundum vera að uppfylla eitthvert tómarúm í lífí sínu með því að kaupa íslenskan hest, því að hann er gæfur, þjáll og hægt er að labba með hann út í skógi, eða leika sér við hann heima í gerði. Það hefúr verið að sagt að við höfum ekki getað tælt bandaríska karlmenn á bak íslenska hestin- um, því að hann sé svo smár og hallærislegur. En við getum verið bara sallaróleg yfir því, banda- rískar konur eru mjög góður markhópur, um 150 milljónir, sem nóg er að einbeita sér að því það eru þær sem hafa ljárráðin á heim- ilinu. Einn hesta handa hverri og einni, síðan snúum við okkur að körlunum. Þetta verkefni dugar næstu áratugina. Nú eru Landsmót hestamanna haldin annað hvert ór i stað fjórða hvert. Hverju breytir það fyrir ykkur? Þetta breytir því að jafnframt þessu var ákveðið að Vestlending- ar og Austfirðingar, sem vilja ekki halda landsmót, munu skiptast á að halda ljórðungsmót á 4ra ára fresti milli landsmóta. Vestlendingar hafa horft meira til ljórðungsmóta en landsmóta gegnum tíðina. En á síðasta lands- móti voru 29 hross fædd á Vestur- landi þar í kynbótasýningum, sem er frábært. Það sýnir að ræktunin og vandaðri tamningar eru að skila okkur einhverju. A Vestur- landi hafa lengi verið notaðir hátt dæmdir stóðhestar. Við stefnum að því að taka þátt af fullum krafti í næsta Fjórðungs- móti hér, sem verður haldið 29. júní til 3. júlí á Kaldármelum. Það er þegar farið að temja fjórar hryss- ur á 4. vetur. Auk þess eru hér tvö 1. verðlaunahross sem eru í þjálfún sem og nokkrar hryssur frá 4ra upp í 7 vetra aldur. Svo er bara að sjá hvað setur. ME. Freyr 11-12/2004- 11 [

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.