Freyr - 15.12.2004, Qupperneq 12
Kynbótasýningar 2004
Þátttaka
Eins og tafla 1 ber með sér varð
ekkert lát á þátttöku í kynbótasýn-
ingum á liðnu ári. Að öllum lík-
indum hafa aldrei fyrr verið dæmd
fleiri hross á einu sýningarári, alls
1774. Sýnd hross voru aftur á
móti heldur færri en árin 2002 og
2000 eða 1355. Skýringin á óven-
ju miklum mismun þarna á er sú
að 28% hrossanna komu, til dóms
oftar en einu sinni og er það að-
eins árið 2000 sem hærra hlutfall
hefur komið til endursýningar.
Svo sem verið hefúr í gegnum tíð-
ina er það á landsmótsárum sem
tala endursýndra hrossa hækkar til
muna. Fyrst og fremst er það
vegna hrossa sem menn telja
mögulegt að komist á landsmót en
hafa ekki náð lágmörkum við fyrri
sýningar.
Héraðssýningar voru haldnar
vítt og breitt um landið, auk lands-
móts á Gaddstaðaflötum. Alls
voru sýningamar ijórtán talsins.
Búnaðarsamböndin hafa sýning-
arhaldið á sinni könnu og er í dag
staðið vel að þeim málum víðast
hvar.
í töflu 2 má sjá hve mörg hross
hlutu fullnaðardóm á hverri sýn-
ingu (skipt eftir aldri og kyni), er
þama um umtalsverða fjölgun að
ræða frá 2003 þegar 1082 hross
hlutu fúllnaðardóm en 1625 nú. I
töflunni kemur ekki fram hvað var
dæmt af geldingum, ungfolum
eða öðmm hrossum sem aðeins
hlutu byggingardóm.
Aðsókn að sýningunum er afar
mismunandi, allt frá átta hrossum
fulldæmdum í Homafirði til 388
hrossa á fyrstu sýningu á Gadd-
staðaflötum. Sé horft til sambæri-
legrar töflu frá fyrra ári vekur at-
hygli hve miklu fleiri ljögurra
vetra hross hljóta nú dóm eða 86
stóðhestar á móti 43 í fyrra og 171
hryssa á móti 93 í fyrra.
Þó að fjárhagslegur grundvöllur
minnstu sýninganna sé tæpur,
eftir
Guðlaug Antonsson,
hrossaræktar-
ráðunaut BÍ
bæði hvað varðar starfsfólk og að-
stöðu alla, verður því ekki á móti
mælt að kostnaðarsamt yrði að
fækka sýningarstöðum nteira en
orðið er, því dýrt er að flytja
hrossin um langan veg til sýninga.
Hefur og mikið áunnist i þessum
efnum frá fyrri ámm þegar verið
var að dæma á mörgum stöðum í
sama héraði, jafnvel á heimreið-
um bæja. Mikil frantför er að sem
1. tafla. Þátttaka í kynbótasýninqum síðustu ár.
1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
Heildarfjöldi dóma 1473 1134 1771 1226 1643 1216 1774
Hross dæmd 1304 979 1578 1049 1510 1091 1355
Endursýnd innan ársins 18% 12% 33% 12% 18% 12% 28%
2. tafla. Fjöldi fullnaðardóma kynbótahrossa á sýninqum árið 2004
6 v.o.e. Stóðhestar 5 v. 4 v. 7 v.o.e. 6 v. Hrvssur 5 v. 4 v. Alls
Skagafjöröur I 6 1 5 3 1 16
Gaddstaöaflatir I 23 31 30 92 74 81 57 388
Sörlastaðir 33 11 15 49 51 40 15 214
Húnaþing 2 12 11 8 2 35
Borgarnes 2 1 8 9 2 2 24
Stekkhólmi 1 1 9 5 12 4 32
Fornustekkar 1 2 5 8
Kópavogur 13 9 9 55 30 33 21 170
Skagafjöröur II 10 10 5 37 25 18 7 112
Dalvík 5 3 40 17 14 8 87
Gaddstaðaflatir II 6 4 6 21 13 16 8 74
Landsmót 21 20 15 39 58 56 35 244
Skagafjörður III 1 1 1 26 12 11 2 54
Gaddstaðaflatir III 7 5 72 46 27 10 167
Alls 124 99 86 465 356 324 171 1625
112 - Freyr 11-12/2004