Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Síða 40

Freyr - 15.12.2004, Síða 40
og sé það fyrst og fremst vegna þess frjálsræðis sem uppeldið hefði og það þurfum við að varð- veita. Hann fjallaði stuttlega um þau verkefni, sem eru í gangi, og greindi frá því að knapamerkja- kerfíð verði vistað á Hólaskóla og búið sé að ráða starfsmann til að halda utan um kennsluefnið og þróa það. Eyþór Einarsson las upp og skýrði reikninga félagsins og er staða þess nokkuð góð. Gestir komu í pontu og fyrstur var landbúnaðaráðherra, Guðni Agústsson. Hann hældi Kristni fyrir skýrsluna og sagði ímyndar- mál hestamanna hafa batnað mik- ið. Hann kvað það almennan vilja stjómvalda að styðja við greinina og óskaði hann fundarmönnum velfamaðar í starfi. Haraldur Benediktsson, ný- kjörinn formaður BI, fullvissaði menn um að mannabreyting hjá BÍ þýddu ekki breytingar í sam- skiptum FH og BI. Hann sagðist ekki hafa setið marga fundi með hrossabændum og kvað World- Feng eitt þekktasta vörumerki BI í dag. Hann sagðist hafa komið að endurskoðun náinsskrár LBH og þar hefði komið til umræðu að gera hrossarækt að skyldu- námi. Sigríður Björnsdóttir, dýra- læknir, flutti erindi um sjúkdóma í hrossum en hún hefur verið dýralæknir hrossasjúkdóma frá árinu 1994. Hún fór yfír það verksvið, sem starf hennar spannar, s.s. spattrannsóknir, ex- emrannsóknir, frjósemisvanda- mál o.fl. Hún greindi frá verkefni þar sem kannað er hvenær vaxt- arlínur lokast í folöldum og tryppum. I vinnslu eru verkefni í hreyfígreiningu þar sem folöld og tryppi eru skoðuð með tilliti til heilbrigðis og þá sérstaklega í liðum. Sigríður sagði að ijármagn til þessara verkefna hafa komið fyrst og fremst úr Framleiðnisjóði og frá Rannsóknarráði sem og er- lendis frá. Hún hvatti til að tekið verði upp lyljapróf á kynbótasýn- ingum. Jónas R. Jónsson, umboðsmað- ur íslenska hestsins, fjallaði um markaðssetningu hestsins í Bandaríkjunum. Hann kvaðst hafa unnið að því að skilgreina hver ímyndin ætti að vera. Hann taldi mjög mikilvægt að útbúa kynningarefni en það er mjög af skornum skammti. Jónas er að vinna að því að auðvelda hesta- mönnum að fá atvinnuleyfí í Bandaríkjunum og hefur verið í samstarfi við lögfræðing um þau mál. Hann lét í ljós ánægju með samvinnu við FH og kvað það styrk fyrir sig að vinna með fé- laginu. Sigbjörn Björnsson kynnti stefnumótunarvinnu íyrir FH sem hann, ásamt Gunnari Amarsyni og Stefáni Sveinssyni, liafa unnið að undafarið. Erlendur Garðarsson frá Kjöt- framleiðendum ehf. kom og sagði frá því helsta sem hefur verið á döfínni hjá þeim. Hann kvað Japansmarkað nú greiða besta verðið. Eftirspurn er eftir folaldakjöti og kaupir Heinz það til að búa til úr því barnamat. Þeir gera miklar kröfur og til að mæta þeim vantar upp á stöðlun margra sláturhúsa. Hann sagði að Kjötframleiðendur ehf. væru orðnir stærstu útflytjendurnir á hrossakjöti hérlendis og verkefn- ið væri orðið of stórt og um- fangsmikið fyrir núverandi starf- semi og hyggja þeir á stækkun og fjölgun starfsmanna. Hann sagði heimasíðu fyrirtækisins að verða tilbúna en þar verður hægt að fínna allar upplýsingar um fyrirtækið. Næsta á dagskrá var að tillögur vom bomar upp til umræðu og at- kvæðagreiðslu. Um tíu tillögur og erindi lágu fyrir fundinum. Kjósa átti um formann og gaf Kristinn Guðnason kost á sér og var kjörinn með samtaka lófataki. Varamenn voru kosnir þeir: Þorsteinn Hólm Stefánsson, Júlíus Guðni Antonsson og Knútur Ar- mann. Formannafundur Fomtannafundur FH var hald- inn í Iþróttamiðstöðinni í Laugar- dal föstudaginn 12. nóvember. A sama tíma var boðuð ráðstefna um málefni Landsmóts ehf. og átti Kristinn ekki tækifæri á að sækja hana en þess í stað bauð hann upp á umræður um landsmótið á for- mannafundinum. Almennt þóttist takast vel til með landsmótið en þó vom nokkur atriði sem betur máttu fara. Niðurstöður umræðn- anna vom sendar bréfleiðis til stjómar landsmóts. Þeir Bjarni Maronsson og Björn Barkarson ljölluðu um stöðu beitarmála hjá hrossabænd- urn og kom fram í máli þeirra að margt hefúr breyst til batnaðar í þeim efnum en betur má ef duga skal. Bændur hafa tekið höndum saman með Landgræðslunni og hefur m.a. gæðastýring í hrossa- rækt hvatt menn til þess að huga betur að hrossahögum. Kristinn lagði áherslu á að hrossabændur geti rekið hross á afrétt og lagði ríka áherslu á að þau mál verði unnin í sátt og samlyndi með Landgræðslunni. Bjöm sagði frá vöktunarmæl- ingum á hrosshögum, sem gerðar vom fyrir nokkrum ámm, en nú vantar aukið Ijánnagn til verkefn- isins og óskaði hann eftir félags- legum stuðningi hjá FH. Hörður Kristjánsson frá Isteka fjallaði um blóðsöfnun úr hryss- um. Hann stiklaði á stóru um verkefnið sem er lyfjagerð úr 140 -Freyr 11-12/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.