Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.2004, Side 41

Freyr - 15.12.2004, Side 41
blóði fylfullra hryssna. ísteka er í samvinnu við fyrirtæki um sölu á lyfinu, sem er frjósemislyf fyrir konur, og er vaxandi áhugi fyrir því og er svo komið að fyrirtækið vantar blóð. Hörður hvatti hrossa- bændur til að taka þátt í verkefn- inu en nú vantar um 300 hryssur til viðbótar en í dag er verið að taka blóð úr ríflega 2000 hryss- um. Kristinn sagði frá því helsta sem um er að vera hjá félaginu og kyn- nti flutning skrifstofunnar i Bændahöllina en þar verður Krist- ín Helgadóttir í 20% starfi fyrir félagið. Hann fór yfir þau mál, sem hafa verið í gangi, s.s. kjöt- málin sem eru á svipuðum nótum og áður, og upplýsti að Ataks- verkefnið verði sennilega fram- lengt. Verkefninu “Umhyggja og ábyrgð” er búið að koma fyrir á Hólum líkt og knapamerkjakerf- inu. Að lokum ræddi hann um nýjan hrossaræktarráðunaut en Agúst hættir nú um áramót. Við starfi hans tekur Guðlaugur An- tonsson og verður Hallgrímur Sveinsson honum til aðstoðar í er- lendum samskiptum. Agúst tekur við starfi rektors á Hvanneyri en mun sjá um kynbótamatið áfram. Tillaga var lögð fyrir fundinn, sem gengur út á það að færa aðal- fund félagsins aftur til haustsins, og var hún samþykkt. Menn voru sammála um að betra sé að hafa fundinn að hausti til að leggja lín- umar fyrir veturinn. í mars eru bændur uppteknir við að undirbúa vorverkin og eiga ekki eins auð- velt með að komast frá. Deildir sögðu frá starfi sínu og var það í flestum tilfellum svipað og undanfarin ár. Flestar deildim- ar vom með stóðhesta til afnota fyrir félagsmenn, þær stóðu fyrir folaldasýningum og fleim. Um- ræða var um tilgang deildanna en starfsemi þeirra er að breytast vegna breytinga á stóðhestahaldi. Það fer að heyra sögunni til að þær eigi stóðhesta. Sumar deild- imar eru famar að velta fyrir sér hlutverki sínu og hafa sett sér önnur og ný markmið fyrir fram- tíðina. Skagfirðingar virðast vera komnir lengst í þeim efnum. Þeir ætla að byggja starfsemina meira upp á markaðssetningu og tvinna saman ímynd héraðsins og hestinn sem á að skipa stóran sess þar. Hann sagði almennt jákvætt hljóð í atvinnuhestamönnum sem vonandi eigi eftir að vera áfram. Fagráðið Lokið var við gerð starfsreglna fyrir Fagráðið en það var gert af FH og BÍ. FH tilnefnir fjóra full- trúa í ráðið og BI þrjá. Skipað var í nýtt Fagráð á fyrs- ta stjórnarfundi eftir áramótin 2003-2004. Þar eiga sæti: Frá BÍ: Agúst Sigurðsson, Víkingur Gunnarsson og Eggert Pálsson. Frá FH: Kristinn Guðnason, Olaf- ur Hafstein Einarsson, Jón Vil- mundarson og Jón Friðriksson en hann lést á árinu. Kjötframleidendur ehf. Af kjötútflutningi var það helst að frétta að Kjötframleiðendur ehf. seldu töluvert af hakkefni til Rúss- lands sem gerir þaö að verkum að hrossið fullnýtist betur. Folalda- mál vom í góðu horfi og er um 1000 folöldum af 4000 slátrað á vegnum Kjötframleiðenda. Helsta baráttumálið nú er að lækka flutn- ingskostnað hjá Flugleiðum. Átakið Átaksverkefninu er nú að ljúka en miklar líkur eru á að verkefnið verði framlengt. Ákvörðun um það liggur hjá stjómvöldum og koma væntanlega nánari fréttir um það á árinu 2005. Uppskeruhátíð Uppskeruhátíð hestamanna var haldin á Broadway laugardaginn 13. nóvember. Eins og undanfarin ár em það FH og LH sem standa að hátíðinni og var öll fram- kvæmd í höndum starfsmanns fé- lagsins, Sólveigar Ásgeirsdóttur. Hátíðin tókst mjög vel en hana sóttu um 600 manns. Ræktunarbú ársins var að þessu sinni Fet og tóku þau hjónin Brynjar Vilmund- arson og Kristin Torfadóttir á móti verðlaunum fyrir bú sitt. Knapi ársins var Daníel Jónsson vegna góðrar frammistöðu sinnar á árinu og bar þar hæst árangur hans með Þórodd frá Þóroddsstöðum á landsmótinu í sumar. Landsmót Landsmótið á Hellu var haldið fyrstu helgina í júlí í sumar. Mót- ið tókst að flestu leyti vel og voru keppendur og gestir almennt ánægðir með skipulagið. Þó voru þar nokkrir hnökrar á og má þar helst nefna veitingasöluna sem annaði ekki eftirspum þegar leið á mótið. Sú breyting að hafa laugar- dag sem dag ræktunarinnar mælt- ist vel fyrir og verður varanleg. Haldin var ráðstefna nú í haust sem LM ehf. boðaði, til að ræða um hvað var vel gert og hvað mátti betur fara. Til ráðstefunnar var boðið öllum þeim sem koinu að mótinu með einum eða öðmm hætti. Stjórn Félags hrossabænda komst því miður ekki á fundinn en formannafundur félagsins var löngu ráðgerður á sama tíma. Á formannafundinum var rætt um mótið og helstu niðurstöður send- ar stjóm LM ehf. Félagið var með kynningarbás í markaðstjaldinu í samvinnu við Félag tamningamanna. Þar gafst hrossaræktarbúum kostur á að koma og vera í básnum og kynna bú sitt og/eða skilja eftir bæklinga sem gestir mótsins gátu gripið með sér. Samstarfssamningur FH og BI Freyr 11-12/2004 - 41 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.