Freyr

Volume

Freyr - 15.12.2004, Page 46

Freyr - 15.12.2004, Page 46
Stjóm er þannig skipuð: Formaður Sigrún Olafsdóttir, Hallkelsstaðahlíð. Gjaldkeri: Hin- rik Þór Sigurðsson, Hafnarfirði. Ritari: Tómas Snorrason, Reykja- vík. Varamenn: Sigurður Sigurð- arson, Þjóðólfshaga og Þorvaldur Ami Þorvaldsson, Hvoli. Stjórnin hefur haldið nokkra stjórnarfundi og ræddi einnig saman í síma og með skilaboða- formi. Arið 2004 er annað starfsár deildarinnar, ýmislegt hefur verið á döfinni, s.s. námskeið, fræðslu- fundir og erindi. A síðasta aðalfundi hófst fjörug umræða um íþróttadóma í fram- haldi af góðu erindi sem þeir Hörður Hákonarson og Tómas Ragnarsson fluttu. Akveðið var að boða til fúndar um þetta málefni þann 17 febrúar sl. Haft var samband við Hörð Há- konarson, Tómas Ragnarsson og Einar Ragnarsson íþróttadómara. Þeir lögðu metnað sinn og vinnu í að gera þennan fund góðan og gagnlegan fyrir félagsmenn. Fundarsókn varð hins vegar minni en skyldi og var það miður. Auglýst voru tvö þriggja helga námskeið með Eyjólfi Isólfssyni reiðkennara, annað á Ingólfshvoli en hitt á Stað. Ekki varð nægileg þátttaka með þremur helgum, svo að far- ið var út i það að hafa námskeið- ið aðeins eina helgi á hvorum stað. Haldið var námskeið í Hestheimum 21 .-22. febrúar og á Stað 27.-28. mars. Þátttaka var mikil, sérstaklega á Stað, þar sem auðveldlega hefði verið hægt að fylla annað námskeið. Þátttakendur voru 15 á hvoru námskeiði. Augljóst var að fólk var tregt til að binda sig í þrjár helgar, en þeir sem fóru á nám- skeiðin voru sammála um að vel hefði til tekist og að næst vildu þeir fá þrjár helgar. Fræðslufúndur var haldinn í Fé- lagsheimili Skugga í Borgamesi 10 mars. Gestir fúndarins voru Sigurður Sæmundsson, jámingamaður og hrossabóndi í Holtsmúla, Jónas R Jónsson umboðsmaður íslenska hestsins og fulltrúar frá Gæðinga- dómarafélaginu. Fundinn sóttu rúmlega 50 manns og heppnaðist hann í alla staði vel. Flutt vom fróðleg erindi og síðan var svarað fyrirspumum og spjallað fram á nótt. Hinn 30. mars var haldinn fræðslufundur með Atla Guð- mundssyni, reiðkennara, í Félags- heimilinu Lindaitungu. Rúmlega 30 manns sóttu fúndinn sem tókst vel. Nú í nóvember var haldið endurmenntunarnámskeið á Hólum, til stóð að fara í rútu norður og var leitað tilboða í ferðina. Þegar til átti að taka kom i ljós að ekki var næg þátt- taka til að grundvöllur væri fyr- ir rútuferð. Farið var á einkabíl- um. En við erum reynslunni rík- ari og þekkjum betur inn á „rút- umarkaðinn,, svo að núna er hægur vandi að kalla til bíla ef félagsmenn vilja leggja land undir fót í stórum hóp. Að lokum: Ljóst er að margt er hægt að gera og bjóða upp á, en allt kostar vinnu og peninga. Því vil ég hvetja alla, sem að vilja leg- gja deildinni lið með einhverjum hætti, að hafa samband við stjóm- ina sem að tekur öllum ábending- um með þökkum. Sigrún Ólafsdóttir. Norðurdeild Félags tamn- ingamanna - ársyfirlit 2004 Stjórn FT-norður Stjóm FT-norður skipuðu á ár- inu: Þórarinn Eymundsson for- maður, Mette Mannseth ritari, Ey- þór Jónasson gjaldkeri en Hinrik Már Jónsson og Eyþór Einarsson sátu í varastjóm. Starf stjómar er ennþá í nokk- urri mótun eins og deildin í heild sinni. Þrír formlegir stjómarfúnd- ir vom haldnir á árinu, auk ann- arra ófonnlegra. Félagatal og félagssvæði Félagssvæðið er frá Borgarfirði í vestri, norður og austur um að Suður-Múlasýslu. Auk þess em allir FT-félagar búsettir erlendis skráðir í FT-norður. Alls eru 185 félagsmenn í FT-norður. Aðalfundur Aðalfundur FT-norður var hald- inn 7. desember sl. á Hólum í Hjaltadal. Þátttaka var mjög góð eða vel á þriðja tug. Fundurinn þótti takast vel og spunnust upp ýmsar umræður um málefni fé- lagsins og félagsmanna. Farið var yfir helstu breytingar á keppnis- fyrirkomulagi vegna tilkomu FI- PO. Tekið var fyrir bréf sem stjómin hafði samið vegna reiðhallargólfs- ins í Svaðastaðahöllinni á Sauðár- króki. I því bréfi var lýst yfir óánægju með gólfið, það er bæði þétt og hart og illa hestum bjóð- andi hvort heldur sem er við tamningar, þjálfún eða sýningar. Félagið ntun óska eftir við stjórn Flugu ehf. (sem rekur Svaðastaði) að fulltrúi úr FT-norður komi á stjómarfund til að ræða og fylgja eftir bréfinu. Tvær breytingar urðu á stjóm. Nýr ritari var kjörinn, Olafur Magnússon á Sveinsstöðum, og bjóðum við í stjóm FT-norður hann velkominn til starfa. Fráfar- andi ritari Mette Mannseth tók við stöðu Eyþórs Einarssonar sem varamaður í stjóm. Fréttabréf - Upplýsingagjöf Deildin hefur ekki gefið út 146 - Freyr 11-12/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.