Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.2004, Side 51

Freyr - 15.12.2004, Side 51
úrunni og búa við það frelsi að geta hlaupið og leikið sér eins og þau lystir, yfirleitt í félagsskap annarra folalda og trippa. Þetta eru aðstæður, sem við verðum að varðveita, um leið og við verðum að gæta þess að folöldum sé ekki ofgert í rekstri eða öðrum tilfær- ingum af manna völdum (innskot S.B.). Fyrirlestur dr. Sue Dvson Dr. Sue Dyson, sérfræðingur í fótasjúkdómum hrossa við Ani- mal Health Trust í Newmarket, hélt fyrirlestur sem hún nefndi: “Recent developments in the di- agnosis of foot pain: what we ha- ve leamed from magnetic reson- ance imaging (MRI)?” (Þróun sjúkdómsgreiningar í neðri hluta fóta: hvað má læra af segulóm- un?). Segulómun er ein næmasta og ömggasta aðferð sem þekkt er til að greina skaða í liðböndum, sin- um, brjóski og beini. Hún kemur ekki síst að gagni við að greina mein í fyrmefndum veQum innan hófsins. Aðeins er hægt að beita segulómun á neðri hluta fótanna á hrossum, vegna stærðar þeirra, og aðeins fáir hestaspítalar í heimin- um hafa yfir þessum tækjakosti að ráða enn sem komið er. Þeir sem hafa ekki tækjabúnaðinn geta engu að síður lært mikið af sam- anburði sem þessum til að meta annmarka annarra greiningarað- ferða og til að fá nákvæmara yfir- lit um helstu orsakir helti. Dr. Dyson lýsti rannsókn sem fólst í að bera saman niðurstöður sjúkdómsgreiningar með mis- munandi aðferðum; staðdeyfingu, röntgenmyndatöku, ómskoðun, ísótópaskanna og segulómun sem telst sértækust og næmust grein- ingaraðferðanna. Rannsóknin byggði á skoðun á 175 hrossum af mismunandi kynjum með sárs- auka í hófi eða þar um kring. Algengast var að sjá skaða í djúpu beygisininni annað hvort rétt fyrir ofan hófsinabeinið eða í festingunni við hófbeinið. Hér er að miklu leyti um nýja þekkingu að ræða því að áður hefúr mein í hófsinsbeini verið talið helsta or- sök helti af þessu tagi í þeim hrossakynjum sem hér áttu í hlut. Ekki var óalgengt að bólga eða skemmd væri í liðböndum hóflið- arins, sérstaklega miðlægt, en þetta hefur ekki verið mögulegt að greina með öðrum aðferðum og því í raun áður óþekkt ástæða helti. Margt fleira fannst sem ekki verður tíundað hér en lærdómur- inn er sá að dýralæknar þurfa að vera opnir fyrir því að skemmdir og bólgur geta verið víða innan hófsins og staðdeyfing ein og sér greinir ekki vel þar á milli þar sem hún hefur tilhneigingu til að breiðast út og deyfa fleira en áætl- að var. Örugg sjúkdómsgreining er því mjög erfið á þessu svæði. SPATT - FÓTASJÚKDÓMUR ÍSLENSKA HESTSINS Fyrirlestur dr. Sigríðar Björnsdóttur Dr. Sigríður Bjömsdóttir hélt yfirlitsfyrirlestur um islensku spattrannsóknina. Spatt er slitgigt í flötu liðum hækilsins. Þróun sjúkdómsins hefst með brjóskeyðingu sem er í mörgum tilfellum komin fram hjá trippum áður en tamning hefst. Verði brjóskeyðingin umfangs- mikil tekur aðliggjandi beinvefúr að bregðast við skaðanum (brjósk getur ekki gróið) og beinnibbur myndast bæði innan í liðunum og/eða á jöðmm þeirra. Einnig verður vart við upplausn í beini innan um nýmyndun beins. Slíkar breytingar sjást á röntgenmyndum og em kallaðar röntgenbreytingar. Röntgengreining á flötu liðum hækilsins telst ömgg aðferð við greiningu á slitgigt í liðunum og þó að hún sé ekki mjög næm (greini ekki fyrstu stig sjúkdóms- ins) er hún besta aðferðin sem nú er fyrir hendi hér á landi við greiningu sjúkdómsins. Fram kom að tíðni röntgen- breytinga í flötu liðum hækilsins var 30,3% meðal reiðhesta á aldr- inum 6-12 vetra. Samband röntgenbreytinga og helti eftir beygipróf á hækli var staðfest sem og áhrif röntgenbreytinga á end- ingu hrossa. Oft veldur spatt ekki helti fyrr en eftir 10 vetra aldurinn þó svo að röntgenbreytingamar komi fram miklu fyrr. Spatt er því sjúkdómur. sem oft á tíðum þróast afar hægt, en breytilegt er milli einstaklinga hversu snemma og hversu hratt sjúkdómurinn þróast og hversu langt hann gengur. Upphaf sjúkdómsins reyndist óháð notkun hrossanna til reiðar og ekki varð séð að álag tengt tamningu eða þjálfun hefði nei- kvæð áhrif á þróun hans. Bygging hækilsins reyndist tengd tíðni sjúkdómsins sem hækkaði eftir þvi sem hom hæk- ilsins (séð frá hlið) var krappara. Ekki er þó hægt að útiloka að sá litli en hámarktæki munur sem þar kom fram sé afleiðing sjúkdóms- ins fremur en áhættuþáttur. Aðrir byggingargallar, s.s. náhækla fót- staða, hafa ekki verið útilokaðir þar sem nákvæmari mælingar skortir til að leggja mat á áhrif þeirra. Ekkert kom fram sem bendir til þess að álag, sem fylgir tamningu, þjálfun eða notkun hrossa til reið- ar, sé orsök sjúkdómsins né hafi neikvæð áhrif á þróun hans. Ekk- ert bendir heldur til þess að tölt sé orsakavaldur. Erfðir eru samkvæmt þessari rannsókn mikilvægasti orsaka- þáttur sjúkdómsins þar sem norm- aldreifð áhrif margra gena em tal- in liggja að baki. Arfgengi ( h2) Freyr 11-12/2004 - 51 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.