Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.2004, Qupperneq 52

Freyr - 15.12.2004, Qupperneq 52
aldursáhrifanna á röntgenbreyt- ingar (aldur við greiningu), sem endurspeglar veikleikann fyrir spatti, var metið með endingar- greiningu (survival analysis) og reyndist h2 = 0,33. Arfgengi á helti eftir beygipróf var einnig metið nokkuð hátt, h2 = 0,42, með línulegu einstaklingslíkani. Vísbendingar komu frarn um að erfðaáhrifin geti, a.m.k. að hluta til, legið i byggingargöllum eða óheppilegri gerð liðanna (liðflata og/eða stuðningsveija) sem geri þá óstöðuga. Þetta veldur óeðli- legu álagi á brjósk og bein flötu liða hækilsins og leiðir til brjósk- eyðingar í þeim. Hversu snemma brjóskeyðing tekur að þróast og hversu alvarlegar og útbreiddar liðskemmdirnar verða fer að miklu leyti eftir því hversu mikill meðfæddur veikleiki (óstöðug- leiki) er íyrir hendi hjá hverju hrossi fyrir sig. Fyrirlestur dr. Þorvaldar Arnasonar Dr. Þorvaldur Árnason flutti er- indi um arfgengi á spatti og hvernig væri hægt að draga úr sjúkdómnum með kynbótum. Vegna hinna sterku aldursáhrifa á tíðni röntgenbreytinga var end- ingargreining notuð til að meta arfgengi þess að hrossin hafi röntgenbreytingar við tiltekinn aldur (age-at-onset) sem endur- speglar í raun veikleikann fyrir sjúkdómnum. Arfgengið var sem fyrr segir metið h2 = 0,33 og þar með var staðfest að erfðafræðileg- ur breytileiki væri fyrir hendi. Þó verður að hafa i huga að arfgeng- ismatið byggir á tiltölulega litlum gögnum. Sett voru upp reiknilík- ön til að meta áhrif þess að röntg- enmynda hækla á kynbótahross- um við mismunandi aldur miðað við að notkun þeirra til kynbóta yrði hætt ef þau reyndust vera með röntgenbreytingar. Niðurstaðan var sú að ef öll kynbótahross væru mynduð 6 vetra má reikna með að tíðni spatts lækkaði úr 18,7% í 11% á ijórum kynslóðabilum sem í því tilfelli eru 36 ár. Ef skoðunin yrði við 9 vetra aldurinn má reikna með að tíðnin myndi lækka úr 36% í 25% á ijórum kynslóðabil- um (48 árum). Utreikningarnir benda til að slíkt val myndi á sama tíma draga úr öðrum fram- förum í ræktuninni (kynbótamati) um 4-5% að því gefnu að eigin- leikamir séu ótengdir. Fyrirlestur dr. Per Eksell Dr. Per Eksell talaði einnig um spatt í íslenskum hrossum, mynd- greiningu og langtímarannsókn. Rannsóknir hans staðfesta að mjög mikilvægt sé að taka röntg- enmyndir af hæklum i fjórum stefnum til að greina spatt eins og reyndar er ráðlagt í flestum kennslubókum. Einna mikilvæg- ast er að taka mynd í stefnunni ská aftanfrá (plantolateral-dorsomedi- al oblique) til að sjá glögglega framkant liðanna að utanverðu enda hefúr komið í ljós með skoð- un í isótópaskanna að þar verður gjarnan vart fyrstu breytinga í beini. Ekki hefur verið sýnt fram á þetta í öðrunt hrossakynjum og vera má að þetta svæði verði fyrir sérstaklega miklum þrýstingi hjá íslenska hestinum. Langtímarannsókn á 37 islensk- um hrossum með spatt, sem voru skoðuð árlega í þrjú ár með klín- ískri skoðun, röntgenmyndatöku og ísótópaskanna, undirstrikaði hina hægu þróun sjúkdómsins en flest hrossanna breyttust ekki neitt í þessu tilliti á þremur árum. Skoðun með ísótópaskanna er bæði örugg greiningaraðferð og mjög næm. Athygli vakti að röntgengreiningin og greining með ísótópaskanna voru nær allt- af samhljóða. I seinni tveimur skoðununum komu fram sterk tengsl á milli versnandi klínískra einkenna (aukinnar helti) og auk- ins útslags í ísótópaskanna (auk- innar upptöku geislavirks ísótóps í beini). Fyrirlestur dr. Sue Dyson Sue Dyson talaði um með- höndlun á spatti. Hún minntist í upphafí á að með segulómun megi fá ítarlegri mynd af meinafræði sjúkdómsins en hægt er með öðrum aðferðum og má með þeim hætti finna skýr- ingar á því af hverju sum hross svara beygiprófi og eru jafnvel hölt vegna sársauka í smáliðum hækilsins án þess að þar sé röntg- enbreytingar að fínna. I slíkum til- fellum hefur hún orðið vör við skemmdir í liðböndum inni í liðn- um, auk brjóskeyðingar og skem- mda í beini. Áhrif meðhöndlunar enj mjög breytileg milli hrossa eins og reyndar öll einkenni sjúkdómsins. Meðhöndlun í lið með bólgueyð- andi lyfjum virkar best ef röntgen- breytingar eni mjög vægar eða engar (en staðdeyfíng leiðir í ljós að helti stafar af sársauka í þess- um liðum). Þessi meðhöndlun hefur stundum áhrif þó svo að beinnibbur séu í jöðrum liðanna en ekki ef röntgenbreytingarnar eru miklar og upplausn í beini sést greinilega. Að mati Dr. Dyson gerir hvíld afar takmarkað gagn þó svo að dregið geti úr helti tímabundið. Hross sent ekki eru notuð í kepp- ni er oft nægilegt að meðhöndla með bólgueyðandi lyfjum sem eru ekki í flokki barkstera (t.d. phenylbutazone). Til meðhöndl- unar í liði eru notaðir barksterar, annað hvort einir eða með hyal- uronan eða sk. brjóskverjandi efnum. Þau síðastnefndu má gefa samhliða í vöðva eða sem bæti- efni. Þrátt fyrir það að þessi lyf | 52 - Freyr 11-12/2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.