Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.2004, Qupperneq 53

Freyr - 15.12.2004, Qupperneq 53
hafi verið mikið notuð eru ekki til langtímarannsóknir á virkni þeirra. Rannsókn á nýju lyfl, Tiludronate (biphosphonate sam- band), gefur engar vonir um að það verði að gagni. Skurðaðgerð með það að mark- miði að flýta algjörri kölkun lið- anna (surgical arthrodesis) er oft á tíðum eini möguleikinn til að meðhöndla hross með alvarlegar röntgenbreytingar. Þrátt fyrir þokkalegan árangur er reynslan sú að mörg þessara hrossa verða fyrr eða síðar hölt aftur. Meðhöndlun með ætandi efni í lið (chemical arthrodesis) virðist geta læknað sum hross af spatti en aðferðin er mjög sársaukafúll og oft á tíðum erfitt að deyfa sársauk- ann með viðunandi hætti. Einnig er nokkur hætta á meðhöndlunin skemmi út frá sér. Niðurstaðan er því sú að engar nýjungar hafa komið fram við meðhöndlun á spatti á undanföm- um ámm. Fyrirlestur dr. Ab Barneveld Dr. Ab Bameveld greindi frá rannsóknum sínum á spatti í hol- lenskum reiðhestum (Dutch Warmblood) og reynslu Hollend- inga á að fyrirbyggja spatt með kynbótum. Hann lýsti þremur stigum sjúk- dómsins; trosnun á brjóski, upp- lausn í aðlægu beini og samvexti liðarins. Fyrsta stig sjúkdómsins sést frá 6 - 9 mánaða aldri og get- ur þróast í brjóskeyðingu sem nær niður að beini og valdið þar upp- lausn í beinvef. A þessu stigi sjúk- dómsins hefur hann oft orðið var við helti. Aframhaldandi þróun sjúkdómsins leiðir í sumum til- fellum til þess að liðurinn grær al- veg saman og ef það næst geta hrossin orðið óhölt aftur. Tíðni spatts hefúr lækkað hratt í hollenska reiðhestinum á síðustu áratugum. 1 þriggja vetra hrossum var tíðnin um 5 % snemma á átt- unda áratug síðustu aldar en er komin niður fyrir 1% í sama ald- urshópi nú. Spatt er nú það sjald- gæfúr sjúkdómur í þessu hestakyni að hann skiptir nær engu máli við söluskoðanir. Astæðan er sterkt og ákveðið úrval gegn sjúkdómnum í kynbótastarfi síðustu ára. Urvalið er byggt á tveimur þáttum; bygg- ingu hækilsins og röntgengrein- ingu. Sýnt hefúr verið fram á hjá hollenska reiðhestinum að sterkt samband er á milli byggingargalla í hæklum (krepptir hæklar, mjög réttir hæklar (frá hlið) og vinding- ur í hæklum) og tíðni spatts. Hjá sama hrossakyni hefur arfgengi sjúkdómsins verið metið á bilinu 0,20 - 0,35. Úrval gegn spatti hef- ur verið mjög strangt í seinni tíð og enginn stóðhestur með röntgen- breytingar eða byggingargalla á hæklum er notaður til undaneldis. Þessi stranga ræktunarstefna hefúr nú sannað sig. Heildarniðurstaðan er sú að spatt er mjög algengur sjúkdómur í íslenska hestinum og dregur úr endingu hrossastofnsins. Tölur frá Tryggingafélaginu Agria í Sví- þjóð, sem kynntar voru á ráðstefn- unni af Johan Blix dýralækni, und- irstrika þetta. Orsök sjúkdómsins virðist liggja í óstöðugleika flötu liða hækilsins sem væntanlega á rætur sínar að rekja til byggingar- galla. Ostöðugleikinn leiðir til brjóskeyðingar þrátt fyrir að hrossin njóti annars uppbyggilegr- ar hreyfingar í uppvextinum. Meingerð sjúkdómsins virðist lík því sem sést hefur í öðrum hrossakynjum þó svo að spyrja megi hvort helti af völdum spatts sé vægari eða komi seinna fram í íslenska hestinum en hjá öðrum kynjum eða hvort við metum hana vægar. Ahrif sjúkdómsins á hæfi- leika og geðslag hesta hefur ekki heldur verið rannsakað nægilega. Engu að síður er ljóst að spatt er sá sjúkdómur sem algengast er að leiði til þess að íslenski hesturinn nær ekki að þjóna hlutverki sínu hér á landi og erlendis. Sjúkdómsgreiningin er tiltölu- lega einföld en meðhöndlun oft á tíðum erfið. Fyrirbyggjandi að- gerðir með því að velja gegn sjúk- dómnum í ræktunarstarfinu eru því nauðsynlegar og miðað við reynslu Hollendinga og þá út- reikninga, sem gerðir hafa verið fyrir íslenska hrossakynið, líkleg- ar til að skila góðum árangri. Altalað á kaffistofunni Himnaför Sölumaður frá Glóbus var á ferð um Fljótsdalshérað fyrir nokkrum áratugum að selja land- búnaðarverkfæri. Hann kom á bæ í Skriðdal og hitti bónda þar að máli. Reyndi hann að selja honum alls kyns verkfæri, en bóndi tregðaðist við. Sagði þá sölumaður að hann hefði tekið eftir því að enginn skítadreifari væri á bænum. Bóndi vildi eng- an skítadreifara. Sölumaður gafst ekki upp og sagði að engin vankvæði þyrftu að vera með greiðsluna, Glóbus lánaði bænd- um með góðum kjörum. Bóndi kvaðst ekkert hafa með lán að gera, hann ætti nóga peninga. Það væri ekki málið. Spurði þá sölumaður bónda hvað hann ætl- aði að gera með peningana. Ekki tæki hann þá með sér til Himna- ríkis, þegar hann væri allur.Þá svaraði bóndi að ekki væri nú léttara að hafa skítadreifarann með sér í eftirdragi á því ferða- lagi. Freyr 11-12/2004-53 |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.