Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.2004, Qupperneq 60

Freyr - 15.12.2004, Qupperneq 60
Skýrsluhald í hrossarækt 2004 Þátttaka og umfang Nýjustu tölur úr gagnabanka hrossaræktarinnar, WorldFeng, segja að þar séu nú rúmlega 214.000 hross skráð og hefur þeim því fjölgað um u.þ.b. 24000 á einu ári. Af þeim eru folöld fædd 2003 og ásett á íslandi 4476 tals- ins svo sem sjá má í töflu 1. Sam- bærilegur fjöldi úr árgöngum 2001 og 2002 voru 3233 og 3742 folöld þannig að ásetningur er mjög að aukast á síðustu árum og nú milli ára um rúm 730 folöld. Aukningin er umtalsverð en á hitt má einnig minna að einhver aukn- ing á sér stað í gegnum það að ný- ir skýrsluhaldarar bætast í hópinn. Samkvæmt forðagæsluskýrslum voru veturinn 2003 til 2004 sett á 4902 folöld. Miðað við þá tölu eru rúmlega 90% ásettra folalda innan skýrsluhalds sem er vel ásættan- legt en sýnir einnig að enn er starf að vinna við útbreiðslu þess. Af heildarijölda hrossa í WorldFeng eru rúm 172 þúsund fædd á Is- landi en rúm 20 þúsund í Dan- mörku sem kemur næst í röðinni sem fæðingarland. Svo sem sjá má af töflu 1 eru langflest folöldin á Suðurlandi eða 38% allra folalda í landinu, þar á eftir koma Húnavatnssýslur og Skagaíjörður með 16% hvort svæði. A-vottuðum folöldum fjölgar nokkuð ár frá ári en þó ótrúlega hægt miðað við hvað lítið þarf að leggja af mörkum svo að A-vottun fáist. Skila þarf fyljunar- vottorðum og folaldaskýrslum fyr- ir áramót ár hvert og einstaklings- merkingarvottorðum fyrir mars- byrjun og þá fæst A-vottun. 1. tafla. Fjöldi skráðra folalda sem sett voru á úr árgangi 2003 (eftir svæðum) og hlutfall A-vottaðra. Fjöldi Hlutfall Fjöldi A-vottaö Hlutfall A-vottað Kjalarnesþing (25) 211 5% 41 19% Borgarfjarðarsýsla (35) 194 4% 84 43% Mýrasýsla (36) 120 3% 35 29% Snæfellsnes (37) 116 3% 48 41% Dalasýsla (38) 72 2% 8 11% Vestfiröir (45) 16 0% 3 19% Strandasýsla (49) 24 1% 3 13% V-Húnavatnss. (55) 289 6% 80 28% A-Húnavatnss .(56) 440 10% 156 35% Skagafjöröur (57-58) 736 16% 212 29% Eyjafjörður (65) 302 7% 101 33% S-Þingeyjars .(66) 70 2% 35 50% N-Þingeyjars .(67) 28 1% 10 36% N-Múlasýsla (75) 58 1% 21 36% S-Múlasýsla (76) 67 1% 24 36% A-Skaftafellss. (77) 53 1% 2 4% V-Skaftafellss. (85) 46 1% 7 15% Rangárvallasýsla (80,81,84,86) 1024 23% 242 24% Árnessýsla (82,87,88) 610 14% 140 23% Heildarfjöldi 4476 100% 1252 28% Gæðastýring í hrossarækt Sextán bú taka í dag þátt í svo- kallaðri “Gæðastýringu í hrossa- rækt” sem miðar að því að votta framleiðslu búanna sem vistvæna gæðaframleiðslu. Gæðastýringin tekur til þriggja þátta, í fyrsta lagi skýrsluhalds sem er hjá þessum að- ilum í engu frábrugðið skýrslu- haldi annarra þátttakenda í skýrslu- haldi. í öðru lagi er um að ræða vottun á notkun lands með tilliti til beitar. Þessi vottun er unnin undir faglegri umsjón landgræðslunnar en ábyrgðaraðili er viðkomandi búnaðarsamband. Þriðji þáttur gæðastýringarinnar er umhirðu- þátturinn sem tekur til heilbrigðis- þátta og miðast við fóðurástand og almennt heilbrigði hrossanna. Þetta eftirlit er framkvæmt af dýra- lækni búsins eða hrossaræktar- ráðunauti viðkomandi svæðis. Bú, sem standast alla þrjá þætti gæða- stýringar, fá sérstakt viðurkenning- arskjal í lok hvers árs, auk þess sem eignarhaldsskírteini hrossa frá búunum fá sérstakan stimpil gæða- stýringarinnar. Merkingar hrossa Samkvæmt reglugerð um bú- ljármerkingar ber hrossaeigend- 160 - Freyr 11-12/2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.