Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.2004, Side 61

Freyr - 15.12.2004, Side 61
um að láta einstaklingsmerkja öll folöld fyrir 10 mánaða aldur. Sem betur fer hefur slíkt að mestu gengið eftir enda er nú fyrirsjáan- legt að frá áramótum 2005/2006 verða reglur hertar til muna hvað varðar móttöku sláturhúsa á hrossum sem eru ekki einstak- lingsmerkt. Undantekning eru fol- öld sem felld eru fyrir 10 mánaða aldur, þau þarf aðeins að auð- kenna með númeri móður sem verður þá að sjálfsögðu að vera merkt. Mín ráðlegging er að allir láti örmerkja hross sín hið fyrsta svo að þeir komist hjá vandræðum við afsetningu, auðveldasta leiðin er að ganga til liðs við skýrsluhald bændasamtakanna og hafa þá all- ar upplýsingar á takteinum þar. Frjósemi Við uppgjör á skýrsluhaldi í hrossarækt fyrir árið 2003 kemur í ljós að fanghlutfall hryssna er 73,8% sem er allnokkru lægra en verið hefur á undanfömum ámm, 80,3%, 2000; 85,4%, 2001 og 85,9%, 2002. Þetta verður að telja verulegt áhyggjuefni og er þörf frekari rannsókna á þeim vettvangi. Fróðlegt verður að sjá útkomuna eftir blíðviðrissumarið 2004. Litir A undanfömum ámm hefur ver- ið tekið saman hvemig litasam- setning folalda er cftir fæðingarár- um. I töflu 2 getur að líta litadreif- ingu folalda fæddra árin 2000 og 2003 og til samanburðar liti í ís- lenska hrossastofninum um 1930. Litlar breytingar er að sjá milli ár- anna 2000 og 2003 en geta má nokkurra; rauðum folöldum fjölg- ar heldur en brúnum fækkar. Leir- ljósum fækkar umtalsvert, vom ekki mörg fyrir þannig að einn eða fáir leirljósir stóðhestar eða hestar með leirljósa erfðavisinn geta haft umtalsverð áhrif. Sem fyrr ber að benda á að í dag er það 2. tafla. Hlutfallstíðni lita á folöldum árin 2000 og 2003, til samanburðar við liti í íslenska hrossastofninum samkvæmt tölum frá því um 1930* Litur 2000 2003 1930 Aðallitur Rauður 27,5 29,2 34,4 Brúnn 32,3 31,6 14,1 Jarpur 15,8 15,7 13,0 Albínói 0,2 0,2 0,0 Leirljós 3,0 2,1 1,2 Moldóttur 1,4 1,5 1,5 Bleikur 6,5 5,8 8,4 - þar af álótt 3,4 3,5 Mósóttur 4,7 4,7 3,2 Vindóttur 2,4 2,8 1,1 Grár 6,3 6,4 23,1 Aukalitur Skjótt 10,1 10,3 5,0 Litförótt 0,4 0,6 1,0 ‘Theodór Arnbjörnsson 1931. Hestar, Búnaðarfélag Islands, Reykjavík. einvörðungu litförótti liturinn sem gæti horfíð úr íslenska hrossa- stofninum ef við höldum ekki honum markvisst til haga en sem betur fer hafa áhugamenn um lit- inn tekið hann upp á arma sina. í samanburði við 1930 er ljóst að litasamsetningin hefur breyst um- talsvert, brúnum hrossum hefur fjölgað feikn mikið, leirljósum hefúr og fjölgað, bleikum fækkað en mósóttum og vindóttum fjölg- að. En mesta breytingin er þó í gráu og skjóttu hrossunum, þeim gráu hefúr fækkað mjög mikið en skjóttum fjölgað um helming. Ljóst er að litaflokkunin sem við höfum haft í skýrsluhaldskerfi okkar til þessa er tæplega nógu víðfeðm til að skrá allar möguleg- ar litasamsetningar. Því er í gangi vinna við útfærslu nýrra litakóða þar sem tölum í kóðanum verður fjölgað eitthvað. í þriðju töflu kemur fram tíðni ýmissa litarauðkenna hjá folöld- um fæddum 2003 og til saman- burðar 2002. Litlar breytingar er að sjá milli ára en ljóst að rúm 36% hrossanna hafa einhver lita- einkenni sem hlýtur að teljast mjög hátt hlutfall stofnsins. 3. tafla. Hlutfallstíðni 2002 og 2003 nokkurra litareinkenna á folöldum 2002 2003 2002 2003 Stjörnótt 14,4 14,9 Glófext 2,6 2,3 Nösótt 0,9 0,7 Vindhært 0,5 0,9 Tvístjörnótt 4,8 4,8 Vagl 0,3 0,5 Blesótt 7,9 8,0 Hring/glaseygt 1,2 1,3 Leistar og sokkar 2,1 2,6 Ægishjálmur 0,1 0,1 Freyr 11-12/2004 - 61 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.