Freyr - 15.12.2004, Page 62
r
Atak í hestamennsku -
árið 2004
Starfið í ár gekk sam-
kvæmt áætlun þar sem
kraftur var settur í
ákveðin afmörkuð verkefni sem
stjórn átaksins vann í sam-
vinnu við ýmsa aðila. Framlag
til átaksins þetta árið var sem
áður kr. 15 milljónir en einnig
var nú úr að spila nokkurri
upphæð frá síðasta ári.
Afram var haldið við þróun á
knapamerkjakerfinu en átakið gerði
samning við Hólaskóla um heildar-
umsjón og þróun á kerfinu til
ákveðins tíma. Samningur hljóðar
upp á kr. 5 milljónir þar sem skólinn
heldur um upplýsingagjöf, af-
greiðslu og markaðssetningu á kerf-
inu og lýkur við 2. útgáfu (endur-
skoðun) á námsefni og I. útgáfu af
kennarahandbók. Þá voru settar kr.
3 milljónir í að byggja upp hesta-
tengda námsbraut til stúdentsprófs í
samvinnu við Fjölbrautaskóla Suð-
urlands, þar sem knapamerkjakerfið
Moli
|
Hesturinn er
UMHVERFISVÆNN
í Frakklandi hafa æ fleiri
bæjarfélög komið auga á það
hversu brúkshestar eru um-
hverfisvænir.Þeir eru m.a. not-
aðir við flytja burt hey og ann-
an gróður, svo sem trjágróður,
úr almenningsgörðum og
grænum svæðum.Bent hefur
verið á að hestur og vagn kosti
alls um 10 þúsund evrur en
sorpbíll kosti helmingi meira
(Landbygdens Folk nr. 4/2005).
er lagt til grundvallar hestafögum.
Þá var keyptur sérhæfður rafrænn
tímatökubúnaður til notkunar á
kappreiðum fyrir kr. 2,6 milljónir en
búnaður þessi var afhentur Lands-
móti ehf. til utanumhalds og
ábyrgðar gagnvart viðhaldi, vörslu
og framtíðarrekstri. Þá voru lagðar
5 milljónir kr. í áífamhaldandi þró-
un á mótakerfinu MótaFeng og
Kappa, aðlögun og viðbætur vegna
m.a. FIPO reglna, auk þess sem for-
ritin renna saman við WorldFeng.
Þar verður þá til eitt heildstætt kerfi
til utanum halds á hvers kyns kepp-
ni og sýningum og söfnun á gögn-
um á afrekum íslenskra hrossa. Auk
þessa var á árinu unnið að undir-
búningi á svokölluðum ræktunar-
verðlaunum að erlendri fyrinnynd
sem gefa færi á auknum arði rækt-
enda af sýningum og keppni og
einnig var lagður grunnur að kort-
lagningu reiðleiða.
Stjóm verkefnisins var óbreytt
frá því áður, þ.e. Ágúst Sigurðs-
son frá BI (fonnaður), Haraldur
Þórarinsson frá LH, Kristinn
Guðnason frá F.hrb. og Olafur H.
Einarsson frá FT.
Þetta árið var lokaáfangi samn-
ingsins sem gerður var við ríkis-
stjórnina um átaksverkefni í
hestamennsku 2000-2004. Að
samningnum stóðu Bændasamtök
Islands, Félag Hrossabænda,
Landssamband hestamannafélaga
og Félag tamningamanna, þ.e. öll
opinber samtök hestamanna. Höf-
uðmarkmið verkefnisins var í
stuttu máli að auka fagmennsku í
greininni og stuðla þannig að auk-
inni arðsemi. Strax í upphafi var
unnin stefnumótun fyrir átaks-
eftir
Ágúst Sigurðsson,
rektor
Landbúnaðar-
háskóla
Islands
verkefnið og upp úr því gerður
verkefnalisti sem unnið hefur ver-
ið eftir. Auk þeirra verkefna sem
greint er frá hér að ofan má nefna
sem dæmi um mikilvæg einstök
verkefni sem unnin voru í sam-
vinnu við ýmsa aðila á tímabilinu:
* WorldFengur, upprunaættbók
íslenska hestakynsins
* Hestapassar vegna útflutnings
* Knapamerkjakerfið
* Eiðfaxi ehf. og Eiðfaxi net
(hlutafé)
* Stofnun Landsmóts Hesta-
manna ehf.
* Átak í þjálfunar- og fóður-
fræðirannsóknum.
Það er mín bjargfasta trú að
verkefni þetta hafi skilað góðum
árangri, hestamennsku og hrossa-
rækt í landinu til heilla. Þessum
afmarkaða samningi er lokið en
áfram eru ótal framfaramál sem
setja þarf í framkvæmd, áskoranir
á sviði menntunar-, rannsókna-,
markaðs- og menningarmála.
Rétt er að benda á upplýsingar
um átaksverkefnið í fyrri árs-
skýrslum í eftirtöldum tölublöð-
um Freys: 13-14/2000, 1/2002,
10/2002, 10/2003.
162-Freyr 11-12/2004