Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 24

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 24
6 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ast óþarfa endurtekningar, verður eftir þetta, innan sviga, oftast vitn- að til bindanna samkvæmt tölusetn- ingu þeirra, I.—VI., blaðsíðutals, og ársins, er kvæðið var þýtt, sé þess eigi getið í meginmáli greinarinnar. Skal þá aftur horfið að þýðingum Stephans úr ljóðum þýzkra skálda, en þeirra elztar eru „Stökur úr stefjum Schillers“, fjórar talsins (I., 35—36, 1902); sú fimmta hafði verið felld úr, en er tekin upp í lokabindið af Andvökum (VI.,16). Lífsspeki sú, sem fram kemur í þess- um stökum, ekki sízt í 2. og 4. stöku, mun hafa fallið í harla frjóan jarð- veg hjá þýðanda: „Sé þér dauðinn sorgar-ský, en sól að lifa megir: Heildinni líddu og lifðu í, svo lifirðu þótt þú deyir.“ „Vin og óvin oft eg met eftir þessum hœtti: Vinurinn hermir hvað eg get, hinn hvað geta œtti.“ Löngu seinna (1918) sneri Stephan á íslenzku enn einni vísu eftir Schiller, „Sölsað upp úr Schiller“ (V., 236), og fylgir henni úr hlaði með þessari athugasemd: „Sagt að hafi verið kveðið um þau kynstur, sem rituð voru um heimspeki Kants.“ En vísan er á þessa leið í íslenzka búningnum, og sver sig ótví- rætt í ætt um mergjað málfar: „Auðlegð, sem einn hefir safnað, ölmusur bráðsoltnar kroppa — Öku-sveinn œti sitt fœr ef öðlingur byggir sér höll.“ Þar sem vísa þessi er þýdd á stríðs- árunum fyrri, er Stephan var skot- spónn harðvítugra árása úr mörgum áttum vegna afstöðu sinnar til stríðs- málanna, mun það eigi ólíklega til getið, að honum hafi fundizt orð hins þýzka skáldbróður síns spegla vel meðferð þá, er sjálfur hann og skáldskapur hans sætti á þeim árum, er hann var auri ausinn. Eftir Heine þýðir Stephan aðeins eina vísu, „Hnuplað frá Heine“ (IV., 263—64, 1920), en stælir hann vís- vitandi í gamanvísunum „Donna Kata“ (VI., 221, 1922) til einnar af dætrum frú Theodóru Thoroddsen, og fer um það mjög skemmtilegum orðum í bréfi til hennar 11. marz 1922 og lætur vísurnar fljóta með (Bréf og ritgerðir, III., 43). Hins vegar heitir kvæði Heines, sem Stephan hefir hér til fyrirmyndar „Don Ramíró“ og hefst á ljóðlínunni „Donna Klara, Donna Klara“, en Steingrímur Thorsteinsson sneri á íslenzku (Sjá Ljóðaþýðingar hans, I-, 107—12, Reykjavík, 1924). Annars minnist Stephan allvíða a Heine, er hann kallar „Hænir“, í bréfum sínum, og í hinum snjalla rit- dómi sínum um Ljóðmæli Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (Bréf og ritg-, IV., 184—85), en hvergi skemmti- legar heldur en í þessum kafla ur bréfi til Jóhanns Magnúsar 24. októ- ber 1897 (Bréf og ritg., I. 1., 62): „Já, lestu „Hænir“, félagi, en var- aðu þig á, að tröllið taki þig ekki. Það eru 4 eða 5 grá hár í skeggmu á mér og ég nota þau sem aldurs- leyfi til að aðvara þig. „Hænir' komst inn á Jónas, rjálaði mikið við Gröndal, knésetti Kristján og er langt kominn að gleypa Hafstein- „Hænir“ er viðsjáll. Auðvitað þekki ég hann aðeins eins og tornæmt barn kverið, hefi lært hann utanbókar og hlaupið yfir smáa stílinn, n.l. lesið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.